IÐRUN OG GRÁSTAFIR

Litla svarta bókin, Allir heimsins morgnar, áttatíu síður, gefin út af Máli og menningu 1992 í flokki Syrtlna. Hún hefur verið í uppáhaldi hjá mér allar götur síðan og ég les hana einu sinni ári. Lauk við hana í gærkvöldi. Þetta er mögnuð bók.

Undir lok bókarinnar hittast þeir tónlistarsnillingarnir  og eiga samtal um tónlist. Sá gamli spyr þann yngri:„Hvers leitið þér, herra minn, í tónlistinni?“„Ég leita iðrunar og grátstafa,“ svaraði sá yngri.Þá bauð sá gamli hinum að gera svo vel að koma inn í kofann. Litlu síðar léku þeir saman tónverkið Grátstafinn. Hvor á sína gömbu. Þegar gömburnar tvær tóku að hljóma, horfðu þeir hvor á annan. Þeir grétu. Höfðu fundið hinn eina sanna tón.

Orðin iðrun og grátstafir gripu hug minn þegar ég las bókina í fyrsta sinn. Ég tengdi þau trúarreynslu minni. Iðrun og grátstafir.

Fyrir allmörgum árum heimsóttum við frú Ásta Jerúsalem. Við vorum á eigin vegum. Einn daginn  komum við að Grátmúrnum. Þar var margmenni. Fólk af ótal þjóðerni og hópar með leiðsögu. Við gengum nær Grátmúrnum og mér varð starsýnt á Faríseana sem réru sér með andlitið upp við múrinn. Þennan háa, gula múr.

Allir voru þeir svartklæddir. Allir með hatt. Sumir með lágan hatt, aðrir með háan hatt og mismunandi börð. Þá voru þeir allir með davíðslokka á kinnum. Fullvissir um að þeir væru miklu betri en aðrir menn. Sjálfsánægðir og sjálfsréttlátir, stífir af Móselögum og reglum. 614 reglum. Jafnvel 61

Þarna var engin kona iðrandi, hnípin, kramin. Engin karl kveinandi og hrópandi og engin Jesús Kristur.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.