ANTÓNÍUS

Hann var einsetumaður. Varð 105 ára gamall. Dó árið 300 eftir Krist. Hann var kristinn maður. Lifði trú sinni. Frásögnin af bókinni um líf hans hreif mig.

Hvað skyldi það nú vera sem hrífur við lestur um mann eins og Antóníus? Jú, það er sú hamingja og lífsfylling af trú á Guð sem líf hans mótaðist af. Lífsfylling. Það sem allir menn leita eftir. Og flestir leita annarsstaðar en í trú á himneskan föður. Trú á frelsarann Jesúm frá Nasaret.

Antóníus er sagður hafa verið einsetumaður. Heimsflóttamaður. Hvað er heimsflótti? Munkar og nunnur sem lifa í klaustrum eru gjarnan sögð heimsflóttafólk. Flóttafólk? Þar er ég ekki endilega sammála.

Ef litið er á heimsmyndina eins og hún er í dag, þá er ekki margt sem fær hjarta fólks til að gleðjast yfir. Um víða veröld er verið að drepa heilu þjóðirnar, kremja þær. Venjulegt fólk og börnin þess. Og aðrir hamast í ofsaveðri fjármagnsgræðgi og kaupæði þar sem fátt veitir lífsfyllingu.

Lífsfyllingu. Innri frið og kyrrð. Þá má segja sem svo að það sé varla mikil lífsfylling í þessu óveðri sem leiðtogar þjóða hafa komið á. Og almenningur á ekki um annað að velja en fylgja því ómannúðlega kerfi.

Þá er gott að geta farið í skjól. Skjól.

Þannig var þetta á dögum Antóníusar. Þannig er þetta enn í dag. Og sjaldan svakalegra en nú.

Og í ánægju minni með kynni af Antóníusi og litla hópnum sem Ágústínus segir frá, kom heldur illa við mig að lesa í bók Miltons um hatur hans á kaþólsku og munkareglum: 

„Meinlæta og munkahyskið allt

með sitt fánýtt ruglið, hvort sem er

kuflinn svartur, hvítur eða grár….“

(Paradísarmissir, 3. bók, 584.)

En „Paradise Lost“, er samt stórkostleg bók og þýðing  Jóns Erlendssonar á henni einskonar sigurverk og kallar á sérstaka umfjöllun sem ég er tæpast maður til.

Ég dáist samt að Antóníusi og „Höfðust þar við einhverjir þjónar þínir, fátækir í anda, en slíkra er himnaríki. Þar fundu þeir bók, er ævi Antóníusar er skráð á.“  Þetta segir í Játningum Vlll, 6.

ÉG ER ENGIN, HVER ERT ÞÚ?

ÉG ER ENGIN, HVER ERT ÞÚ?

,,I’m nobody! Who are you?
Are you nobody, to?“

Þannig orti vinkona mín, Emily Dickinson.

Magir koma fram fyrir Jesúm Krist með slíka hugsun:
I’m nobody!

Þá er gott að krjúpa, í einrúmi, hrópa:
Drottinn minn og frelsari.
Miskunna þú.

„Ég beygi holdsins og hjartans kné…“

Og vænti mannelskandi anda hans.

Heilags anda, huggara og hjálpara.

Það er gott að vera einn af smælingjunum.

Gott. Og fáir sem tileinka sér það.

Fáir sem finna veginn þann.

Hann er samt þarna.

Vegurinn.

Nú er aðventa.

Undanfari undursamlegra atburða.

Lokum á fárviðri græðginnar um stund.

Leitum skjóls. Krjúpum.

Beygjum holdsins kné í bæn.

Ávinningurinn kemur á óvart.

FALLHLÍF – FALLHLÍFARSTÖKK

Við vitum ýmislegt um fallhlífar. Víst er svo. Orðið var algengt á yngri árum mínum. Í stríðslvikmyndum og frásögnum styrjöldum tengdum.

Fallhlíf, eins og orðið hljómar forðar falli. Hlífir við hrapi, hindrar að maður hrapi til dauða. Hrapi, missi lífið eða annað verra.

Ég var að grúska í nýrri bók minni. Las þessa setningu og staldraði við. Þar stendur:  „But the Paraclete, the Holy Spirit, whom the Father will send in my name …“

Það var þá sem ég setti orðið Paraclete (παρακλήτι) í þýðingar forritið og þar stendur: Paraclete ,- Fallhlíf.“ Og ég varð kátur í sálinni. Ritningin segir okkur að Faðirinn í himninum vilji forða okkur frá falli, frá hrapi.

Í íslensku Biblíunni segir, Jóh. 14: „En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt…..“

Þetta skrifa ég á aðventunni, til þeirra sem skelfast á bjargbrún. Kvíða og vanmætti. Megi þeir grípa til fallhlífar frelsarans Jesú frá Nasaret.