FALLHLÍF – FALLHLÍFARSTÖKK
Við vitum ýmislegt um fallhlífar. Víst er svo. Orðið var algengt á yngri árum mínum. Í stríðslvikmyndum og frásögnum styrjöldum tengdum.
Fallhlíf, eins og orðið hljómar forðar falli. Hlífir við hrapi, hindrar að maður hrapi til dauða. Hrapi, missi lífið eða annað verra.
Ég var að grúska í nýrri bók minni. Las þessa setningu og staldraði við. Þar stendur: „But the Paraclete, the Holy Spirit, whom the Father will send in my name …“
Það var þá sem ég setti orðið Paraclete (παρακλήτι) í þýðingar forritið og þar stendur: Paraclete ,- Fallhlíf.“ Og ég varð kátur í sálinni. Ritningin segir okkur að Faðirinn í himninum vilji forða okkur frá falli, frá hrapi.
Í íslensku Biblíunni segir, Jóh. 14: „En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt…..“
Þetta skrifa ég á aðventunni, til þeirra sem skelfast á bjargbrún. Kvíða og vanmætti. Megi þeir grípa til fallhlífar frelsarans Jesú frá Nasaret.