OFLÆTI VERKAMANNS  lV

Undursamlegt híbýli

Í bók Stefáns Snævars, Á ekrum spekinnar, sem hann af örlæti sínu skenkti mér fyrir skömmu, rak ég augun í tilvísun hans í Halldór Laxness: „Og fegurðin mun ríkja ein.“  Þá upplifði ég margskonar viðbrögð. Neikvæð í fyrstu. Sagði við sjálfan mig, ég er ósammála þessu, þótt alla mína ævi hafi ég dáð Halldór.

Minnugur þess að Plató brenndi bækur sínar, leikrit og ljóð, fagurbókmenntir til að helga hugsun sína fræðum Sókratesar um Góðið. Sem ég hef skilið þannig að í hugsun hans og skilningi sé góðvildin, Góðið sjálft, öllu öðru fremra og efst.

Hvað setningu Halldórs Laxness varðar og nokkurra daga umhugsun þóttist ég greina Nietzsche um dauðan Guð. Þannig að nútíminn hafi hafnað Guði og tekið fegurðina fram yfir Góðið, en á leiðinni villst af vegi og orðið fast í Mammondýrkun og græðgi sem tröllríður veröldinni þessi árin og flokkast hvorki sem góðvild né fegurð. En Guð, minn himneski faðir, er mér afar kær og undursamlegt híbýli.

Nú er það svo að ég dirfist ekki að tjá um bók Stefáns Snævars.

Enda er þar orðfæri, þekking, tilvitnanir og kunnátta alltof mikil fyrir óbreyttan einfaldan verkamann.

En um önnur mið. Virðing mín, sem á undanförnum mánuðum hefur farið vaxandi á fornum manni,  Antoniusi, egypskum einsetumanni, sem sagður er hafa dáið árið 356, 105 ára gamall. Er hann sagður hafa haft mikil áhrif á svokallaðar „heimsflótta- og meinlætahugsjónir“ sem ruddu sér til rúms í kirkjunni á 4. Öld. (Játningar Ágústinusar, Vlll, 6.)

Kem að því síðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.