ÉG ER ENGIN, HVER ERT ÞÚ?
,,I’m nobody! Who are you?
Are you nobody, to?“
Þannig orti vinkona mín, Emily Dickinson.
Magir koma fram fyrir Jesúm Krist með slíka hugsun:
I’m nobody!
Þá er gott að krjúpa, í einrúmi, hrópa:
Drottinn minn og frelsari.
Miskunna þú.
„Ég beygi holdsins og hjartans kné…“
Og vænti mannelskandi anda hans.
Heilags anda, huggara og hjálpara.
Það er gott að vera einn af smælingjunum.
Gott. Og fáir sem tileinka sér það.
Fáir sem finna veginn þann.
Hann er samt þarna.
Vegurinn.
Nú er aðventa.
Undanfari undursamlegra atburða.
Lokum á fárviðri græðginnar um stund.
Leitum skjóls. Krjúpum.
Beygjum holdsins kné í bæn.
Ávinningurinn kemur á óvart.