Mjótt er hliðið

Mjög er í tísku um þessar mundir að dæma speki Guðs úrelta.
Fólk ber sér á brjóst og hrópar á fjöllum, Guð er dauður.
Þannig hefur það verið gegnum aldirnar.

Og ekki hefur skýjafar afsannað tilveru sólarinnar.
Margir hafa komið að hliðinu og ekki komist inn.
Því mjótt er hliðið og stór er maðurinn.
Og stórlátur.

Það er auðveldara fyrir mann að berjast við heimsmálin
en að glíma við sjálfan sig.
Og það er ekki stórmannlegt að óvirða hliðið í tíma og ótíma.
Sökin er ekki hjá hliðinu. Hún er hjá manninum.

Það þarf meira en hálfspeki til að finna veginn.
,,Því sjá, Guðsríki er hið innra með yður.“

Eitt andsvar við „Mjótt er hliðið“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.