Fagnið með grátendum

„Guð er kona.“ Þannig hljómar fyrirsögn í dagblaði í morgun. Fjallað er um fermingar. Og stúlkubarn í fermingarfræðslu segir: „Guð er vinkona.“ Staðhæfingin er léttvæg. Jesús Kristur upplýsti um Guð á annan veg. Hann sat við brunn. Kona kom þar að. Þau tóku tal saman. Í síðari hluta samtalsins segir Jesús við konuna: Guð er andi.

Það heyrist margt kynlegt um trúmál og heilagar ritningar þessi misserin. Líklegt má telja að meiri hluti þess mass ringli fremur en efli. Heilög ritning er þrátt fyrir það aflstöð. Nú, eins og alltaf áður, greinir fólk á um orðalag Biblíunnar. Fólk greinir á. Og hismið rýkur og byrgir sýn.

Var við útför frænku minnar í gær. Sungnir voru fimm sálmar. Leikinn einleikur á fiðlu. Ræða. Moldun. Athöfnin tók þrjátíu mínútur. Minnti á ferð í hraðlest. Upp í hugann komu orð Páls postula um hluttekningu: Grátið með grátendum. Saknaði anda þeirra.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.