Hún kom í morgun á beinunum einum saman og sagði að nú væru þrjár vikur liðnar síðan læknarnir fóru inn í hrygginn á henni með hnífa og bora til að skera og skrapa. Sér liði bærilega í dag. Svo spurði hún hvort hún mætti ekki sitja og fylgjast með smástund. Hana langaði að halda upp á daginn. Þetta væri góður dagur í beinavökulegu tilliti.