Köllum þetta orð dagsins

„We can easily forgive a child who is afraid of the dark;
the real tragedy of life is when men are afraid of the light.“

Plato

Og Plato aftur:

„Be kind, for everyone you meet is fighting a hard battle.“

Það var svo við Horngluggann okkar Ástu að þessa óvenjulegu sjón bar fyrir augu eitt síðdegi í vikunni. Nunnur á göngu á bæjamörkum Kópavogs og Reykjavíkur.

Nunnur á göngu í snjó

Og linsan á myndavélinni dregur þær örlítið nær. Hreyfingar þeirra lýsa glaðværð og gleði. En það sést að sjálfsögðu ekki á myndunum.

Nunnur á göngu í snjó og frosti

Það var svo snemma morguninn eftir, þegar bjarma tók af degi, við Horngluggann, að þessa miklu gufustróka bar við himinn og minntu helst á bardagamyndir frá stríðsátakasvæðum.

Mökkur á himni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.