Bölvun harms og léttir gleðinnar

Það var greinileg eftirvænting í loftinu þegar fólk tók að safnast saman í Neskirkju í gærkvöldi. Og hvert sæti setið á slaginu klukkan átta. Viðfangsefni kvöldsins var Óratoría í þrem hlutum eftir Händel við ljóð eftir Milton. Svo kölluð tvíburaljóð. Þetta voru lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Tónað inn í aðventu.

Verkið fluttu 40 manna kór, 19 manna barrokkhljómsveit og fjórir einsöngvarar. Var allur flutningur á þessu undurfagra verki glæsilegur og hrífandi. Þegar ég sá á breitt bak Ríkharðs Ö. Pálssonar, tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins, ákvað ég að eftirláta honum alla nánari umfjöllun um flutninginn.

Hið mikla skáld, Milton, yrkir þarna um harm og gleði manna, hvernig þau takast á í lífinu. Hugleiðir bölvun harmsins og léttir gleðinnar og það hvernig guðirnir geta haft áhrif á ögurstundum. Vissulega upplifa allir menn þessi átök í einkalífi sínu og eru þess vegna móttækilegri fyrir túlkun þeirra í dýrt kveðnu ljóði og töfrandi tónlist.

39:
„Hence, boast not, ye profane,
of vainly-fancied, little-tested pleasure,
persued beyond all measure,
and by its own transform´d to pain.“

„Því stærið ykkur ei, veraldlegir menn,
af grinilegri en sjaldan fenginni sælu,
sem elitað er af af ómældu kappi,
og af ofnautn umbreytt í kvöl.“

Í lokin söng kórinn atriði 46 og fyllti kirkjuna í glæsilegu niðurlagi verksins.

„Thy pleasures, Moderation, give,
in them alone we truly live.“

„Þína kosti, Hófsemd, gef,
með þeim einum við lifum í reynd.“

Ágæt söngskrá var afhent við innganginn. Í henni er gerð grein fyrir verkinu, flutningi og flytjendum. Þá var í söngskránni allur textinn á ensku og við hlið hans á íslensku, lauslega þýddur af Gunnbjörgu Óladóttur, Snorra Halldórssyni og Magnúsi Bjarna Baldurssyni. Slík tilhögun er hið allra besta mál og í rauninni algert lykilatriði fyrir styttra komna. Þess vegna skil ég alls ekki hversvegna ljósin yfir áheyrendum voru slökkt allan tímann og ekki nokkur vegur að grína í textann og fylgjast með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.