Einn af þessum dögum fór í að endurpæla í Pælingum Páls Skúlasonar. Kaflinn, „Áhrifamáttur kristninnar” varð mér svo hugleikinn. Ekki síst á þessum helgu dögum trúarársins sem ætíð hafa lyft okkur Ástu dálítið upp fyrir hversdagsleikann. Og þótt við eyddum hluta úr degi til að endurskipuleggja geymsluna í kjallaranum (en það hafði verið á dagskrá frá því að við fluttum, fyrir 11 mánuðum) þá breytti það engu um ánægjuna af textum og anda daganna.