„Ezra Pound var vinur vina sinna og reiðubúinn að brjóta sig í mola fyrir fólk. Vinnustofan þar sem hann hafðist við ásamt Dorothy konu sinni á rue Notre-Dames-des-Champs var að sínu leyti eins aum og ríkmannlegt var hjá Gertrude Stein. […] Mér geðjaðist ágætlega að málverkunum eftir Dorothy og mér fannst Dorothy stórfríð og undursamlega á sig komin.“
Góðir dagar …. Niðurlag.
Það er komið nóg af Glasgow og Edinborg. Meira en nóg. Síðasta deginum eyddum við að talsverðum hluta í Cathedralinu við Kastalastræti. Það er dómkirkjunni. Hún er stórkostleg bygging. Á upphaf að rekja til áranna um 600 eftir Kristsburð. Tign hennar og göfgi taka á móti manni um leið og gengið er inn á hellulagt svæðið framan við hana. Vorum snemma á ferð og fáir aðrir ferðamenn komnir á kreik.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg IV
Eftir vonbrigðin á laugardeginum, afmælisdegi Ástu, sem við höfðum ráðgert að eyða í Edinborg, sjá hér þá settum við í okkur kraft og fórum þangað daginn eftir. Það var mun friðsælla yfir tilverunni þann dag. Lestin brunaði mildilega af stað og það fór vel um okkur.
Vorveður á Íslandi
Bjartsýnin fyllir hvert íslenskt hjarta. Einnig okkar og því renndum við í Borgarfjörð á föstudag eftir vinnu. Það leit heldur vel út, örlítið snjófjúk, næstum logn og hitinn um núll gráður. Vegurinn var um það bil auður alla leið og við fundum fyrir gamalkunnum tilhlökkunar tilfinningum. Á laugardag snjóaði frameftir degi í logni og þægilegheitum en síðdegis snérist vindáttin í norður, 8 til 10 m/s og hitastigið í mínus 7°C.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg III
Það er sérstök stemning í Prince Square. Maður gengur þangað inn af Buchanan – street um mjóan gang. Inn af honum tekur við óvenjulegur markaður (mall) og veitingahús. Byggingin, afar falleg, er á þrem hæðum og byggð í hring umhverfis allstórt torg, mosaik lagt, sem er á neðsta hæðinni. Veitingahús og verslanir á hverri hæð á svölum umhverfis opna svæðið. Glerþak yfir. Það eru stigar niður af götuhæðinni þangað sem torgið er og upp af götuhæðinni til þriðju hæðarinnar. Einnig lyfta klædd gleri.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg II
Ferðinni lauk í gær. Frónið fagnaði okkur innilega með útbreiddan vestanfaðminn og tilbrigðum hans. Komin heim til okkar síðdegis, með efni í kjötsúpu keypt á leiðinni, kórónaðist tilveran. Síðan, eftir fimm daga Mogga, Lesbók og þjóðlega súpuna virtist ánægjan varla geta orðið miklu meiri. Ferðin í flestum atriðum góð.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg I
Við tókum daginn snemma og gerðum áætlun um ferð til Edinborgar með talsverðri tilhlökkun. Eftir fasta liði morgunleikfiminnar héldum við af stað í leit að Central Station og fórum niður að á, River Clyde, og gengum vestur með henni. Við búum á Riverside -inu.
GPS – spurning um aldur?
Það var allt í einu kominn auka vegpunktur í tækið. Ég lagði mig allan fram um að reyna að rifja upp hvar hann hefði komið til. Það tókst ekki. Reyndar er langt síðan ég hef notað apparatið. Hef verið svo upptekinn við smíðar í sveitinni að tækið hefur legið ofan í skúffu í marga mánuði. Jafnvel síðan í fyrra. En nú hafa verið góðir dagar og verkefni fá, þannig að ég ákvað að fara með apparatið út og rifja upp.
Hálsbindin sjö
Aðalgöngugatan í Amsterdam heitir Kaalverstraat. Þúsundir manna fara um hana dag hvern. Ótal verslanir eru beggja vegna götunnar. Göngufólkið skoðar í búðargluggana. Flestir fara sér hægt. Þvergata ein sem liggur frá Kaalverstraat ber það ágæta nafn Heilagivegur. Í húsi númer sjö við Heilagaveg var lítil verslun sem sérhæfir sig í sölu hálsbinda. Á ferð eitt árið fyrir alllöngu, litum við Ásta inn í þessa verslun.
Þrír dagar í París V
Þriðja og síðasta daginn skoðuðum við Sigurbogann og gáfum okkur góðan tíma til að lulla þaðan og niður eftir Champs-Elysées. Við stönsuðum oft og skoðuðum staði, skoðuðum fólk sem sat á útikaffihúsum og spjallaði og slæptist. Ég álpaðist út á miðja breiðgötuna og stóð þar með myndavélina þegar umferðarófreskjan trylltist á grænu ljósi og loftstraumurinn var nærri búinn að feykja mér um koll.