Ekkert gera og ekkert vera

Það er nú ekki margt sem hrífur í öllu þessu hafaríi út af bók Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness. Uss, nei. Og með ólíkindum hvað allt þetta fólk sem skipar sér í hóp manna með gáfur og menntun getur látið barnalega og hamast og rembst. Auðvitað hef ég ekki lesið bókina, veit ekki hvort ég geri það nokkurn tímann. Samt hef ég lesið bækur Kiljans í hálfa öld. Með mikilli ánægju og dái sumar þeirra ákaflega.

Lesa áfram„Ekkert gera og ekkert vera“

Tímar uppgjörs

Ársskýrslur geta verið tímafrekar. Hef eiginlega ekki séð fram úr samantekt á tölum, uppsetningu taflna og greinargerða um niðurstöður síðasta árs. Lítil höfuð og grannir heilar þurfa lengri tíma í slíka hluti en gáfað fólk. En nú sér fyrir endann á öllu því. Og þá hefjast átök við að endurlífga þau svæði í heilanum þar sem önnur efni eru vistuð.

Lesa áfram„Tímar uppgjörs“

Rigning um land allt

Algeng veðurspá hljóðar þannig. Og ef spáð er blíðu um allt land og fólk hvatt til að fara léttklætt í ferð, þá rignir samt. Gjarnan. Við ákváðum að fara alla leið niður í Grasgarð síðastliðinn sunnudag. Langt síðan við komum þar. Úrkomulaust þegar við fórum af stað. „Er ekki vissara að hafa frakka með?” spurði karlinn. „Það á ekki að rigna, samkvæmt spá,” sagði konan. „Spá er nú bara spá,” sagði karlinn og þau fóru léttklædd af stað.

Lesa áfram„Rigning um land allt“

Með aðra hönd á stýri

Konan sveiflaði höndunum og talaði af miklum fjálgleik. Á fasi hennar orðaforða og framsetningu var augljóst að hún var ofurviss um að allt væri rétt sem hún sagði. Doktorsgráða hennar úr Háskólanum hafði verið tíunduð vel í upphafi. Lagði hún megin áherslu á menntun og gildi menntunar. Tók hún dæmi til að lýsa viðhorfi sínu.

Lesa áfram„Með aðra hönd á stýri“

Hraðferð um Snæfellsnes

Við ákváðum að treysta á loftvogina sem var hægt hækkandi og ókum um Snæfellsnes. Rangsælis. Tókum daginn nokkuð snemma. Það var skýjað í upphafi ferðar. En það er þægilegt í bíl. Og litir jarðar dýpri. Eftir kaffibolla við „brúarsporðinn”, Shellskálann í Borgarnesi, héldum við vestur Mýrar eins og leið liggur. Sáum sólskin framundan.

Lesa áfram„Hraðferð um Snæfellsnes“

Með nesti og nýjan prímus

Hann var svo einstaklega ljúfur morguninn. Umferðin háttvís á níunda tímanum. Reykjavíkurtjörn spegilslétt eins og rjómi. Græni liturinn í laufi trjáa djúpur og fullur af lífi. Úrkoma á mörkum súldar og regns. Mikið getur regn, í logni og heitu lofti, verið yndislegt. Og mikilvægi vatnsins auglýsir sig við hvert fótmál manns á mótum malbiks og gróðurs.

Lesa áfram„Með nesti og nýjan prímus“

Ýttu á tólf fyrir

Fyrst hringir í langan, langan tíma. Svo svarar vélrödd: Ýttu á einn ef þú vilt þetta, ýttu á tvo ef hitt, ýttu á þrjá fyrir einn möguleika enn og fjóra fyrir en annað. Bíddu annars…Því miður eru allir fulltrúar uppteknir. Símtölum verður svarað í röð. Svo liðu tíu mínútur og engin svaraði. Þá byrjaði brjóstsviðinn. Því miður eru allir þjónustufulltrúar uppteknir…. Því miður eru allir fulltrúar uppteknir.

Lesa áfram„Ýttu á tólf fyrir“

Morguninn eftir

Við fórum snemma á fætur morguninn eftir kosningadaginn, eins og vant er, við Ásta. Þeim gekk illa að ljúka talningu í sumum kjördæmum og Ingibjörg Sólrún féll ekki út fyrr en við vorum komin út í bíl. Við vorum á leið í göngu eftir morgunkaffið. Það kom mér ekki á óvart að Ingibjörg féll út. Fylkingin hennar hefði átt að segja okkur verkafólkinu hvað það væri sem þau gætu gert betur en ríkjandi stjórn.

Lesa áfram„Morguninn eftir“

Smá útúrdúr

Það var við horngluggann í morgun. Kaffið var óvenju gott. Fyrsti bollinn var drukkinn að mestu án orða. Slydda utan við gluggann. Í maí. Slatti af kosningablöðum á borðinu. Ásta sagði: „Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?” „Já.” „Ætlar þú að breyta til?” „Nei. En Þú?” „Nei. Þetta kom til umræðu í vinnunni í gær. Fólk talaði af miklum ákafa um allt þetta nýja fólk sem býður sig fram og allt þetta góða og fína sem það ætlar að gera fyrir alla. Svo kom að mér.

Lesa áfram„Smá útúrdúr“