Það er allt svo gott í þessu frábæra landi
Tungan er tvíeggja tól
Það kom fljótlega í ljós að hún var seinfær. Þó ekki meira en svo að hún gat leyst flest þau viðfangsefni sæmilega sem fjöldinn þarf að stríða við. Svo kom að því að hún giftist og eignaðist börn. Það komu engin sérstök vandamál upp nema helst í skipulagsmálum heimilishaldsins. En hún lagði sig alla fram og lífið gekk sinn gang.
Félagslegt konfekt
Tvennar réttir voru í Hvítársíðu á laugardaginn var. Fljótstunguréttir og Nesmelsréttir. Fólk flykkist að í alvöruréttir. Þannig er í kringum Fljótstunguréttir. Umferð á vegunum margfaldast. Svo eru minniháttarréttir. Nesmelsréttir teljast til þeirra. Þær eru einskonar innansveitarkrónika.
Foldarskart
Við sátum inni, það rigndi úti, og horfðum á vindinn bæra laufin á litlu hríslunum okkar. Svo lygndi. Þá komu gestir úr loftinu og settust á bekkinn úti á pallinum. Við höfðum ekki séð þá fyrr. Þetta voru smávinir. Foldarskart, eins og Jónas orðaði það. Þeir voru tveir. Kyrrir og prúðir í fasi og litust um. Við sátum hljóð.
Regn og réttir
Þessir rigningadagar minna mig ævinlega á hljómplötu með Mahaliu Jackson. Hún var tekin upp á hljómleikum á New Port News hátíðinni fyrir meira en fjörutíu árum. Kynnirinn komst þannig að orði: „It is Sunday morning and it is rain.“ Mikill mannfjöldi var þarna samankominn til að hlusta. Mahalia Jackson gekk fram á sviðið, ábúðarmikil og full af orku og hóf sönginn með krafti með laginu Didn’t it rain. Hlustið hér
Stórvirkar ástir
Það var af tilviljun að mér varð litið út um Horngluggann fyrr í dag. Það var dálítil súld en veðrið samt milt. Sá þá ekki betur en að gul beltagrafa væri að eltast við aðra rauða.
Heilög jörð. Friðlýst og helgað svæði
Íslensk orðabók segir: helgi kvk 1 helgað eða friðlýst svæði, það sem ekki má spilla.
Útburðarvein í gámi
Mér sýnist að ekki verði hjá því komist að rýmka í bókahillunum. Hvernig er farið að því? Auðveldasta aðferðin er að tína bækur í innkaupapoka og henda þeim. Ég sagði það. Henda þeim. Henda bókunum. Fara með þær, setja þær í gám og skilja þær eftir þar. Ég hef heyrt af fólki sem setti kettlinga í poka og setti pokann í gám. Ók svo heim og losnaði ekki við veinin í kettlingunum úr hausnum á sér í ómældan tíma.
Hnyttni
„I am not young enough to know everything.“
Þegar þrengir að
Þokan lá yfir bænum í morgun. Það sást ekki á milli húsa. Ásta var farin í vinnu. Þokan var dimm og lagðist á svalirnar meira að segja, og svo kom hún í sálina. Það varð dimmt bæði úti og inni. Og þröngt. Hvað er þá til ráða fyrir menn sem eiga hvorki hnakk né hest til að fylgja hvatningu Einars Ben?: „…og hleyptu burt undir loftsins þök.“