Heiðrún Ágústsdóttir bauð til veislu í gær. Það var glæsileg veisla. Tilefnið var útskrift hennar sem stúdents frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þaðan kom hún verðlaunuð fyrir frábæran árangur í íslensku og öðrum valgreinum. Verðlaunin voru bókagjöf og viðurkenningarskjal.
Spennandi frétt
Tommy Lee Jones býr sig undir að leikstýra kvikmynd eftir skáldsögu Ernest Hemingway´s, Islands in the Stream. Hefur Tommy Lee þegar fengið stórleikarana Morgan Freeman og John Goodman til liðs við sig. Þannig hermir Lesbók í dag.
Gullmolinn
Þær sátu við næsta borð og ræddu af ákafa um líf sitt og töluðu fullum hálsi. Djarfar eins og þær væru einar heima í eldhúskróki og hægt að láta allt flakka. Þannig töluðu þær um maka sína og afkvæmi og hús og bíla og ferðalög og allt hvað eina og Siggu Bjarna, greyið, sem lenti í skilnaði og missti allt.
Mikilvægir endurfundir
„En tíminn líður, konurnar tala allar í einu og það er nánast ómögulegt að hefja samræður, og þaðan af síður að ræða eitthvað af viti.
Berfættur í móanum
Jörðin vaknar eftir vetrarsvefn. Örverur geispa eftir hvíldina og teygja úr sér. Fráhrindandi köngulær þjálfa nýtt göngulag og flottar randafluguhlussur þeytast um á feikna hraða með háværu suði.
Hlaðborð er glimrandi kostur
Kosturinn við hlaðborð er helstur sá, að maður getur sniðgengið það sem manni líkar illa. Þarf í öllu falli ekki að fá sér aftur af því. Einnig getur maður ráðið magninu sem maður neytir. Það er glimrandi kostur.
Að gleðjast yfir og með vinum II
Það ríkti einlæg gleði í sálum okkar Ástu og hjörtum fyrir viku þegar Erlan okkar var mætt í Litlatré og sýndi okkur nokkra af uppáhaldstöktum sínum. Veðrið þá var reyndar óhagstætt og við yfirgáfum staðinn áður en Erlan hafði lokið ferðasögunni sinni. Hún lauk henni í gær. Og það reyndist vera harmsaga.
Guðmundur klatti og borgarfulltrúarnir
Í þá daga var ekkert malbik á götunum á Grímsstaðaholtinu. Og engar gangstéttir heldur. Það voru malargötur sem náðu fast upp að húsunum. Við krakkaormarnir lékum okkur þarna, slógum gjarðir, eða fórum í „standandi tröll“ eða „fallin spýtan“. Oft í „cowboy“ hasar eða skylmingaleiki. Þá var fjör.
RÚV, góður þáttur
Hrúturinn Hreinn. Góður þáttur.
Takk fyrir.
Vesalingar
Kvikmyndin Vesalingarnir sem sýnd var á Dk 1, síðastliðinn miðvikudag, varð til þess að ég endurlas bókina. Lítilsháttar vonbrigði voru með málfarið á henni eftir öll þessi ár, en efnið stóð vel fyrir sínu. Sígild skáldsaga.