Háværar raddir eru uppi um að ríkisstjórnin segir af sér og kosið verði strax. Vafalítið byggist krafan á því hve hægt og illa gengur hjá núverandi stjórnendum að finna leið út úr vandanum sem steðjar að þjóðinni og virðist stefna inn í niðamyrkur.
Einsemd Íslands
Það hljóta að vera ástæður fyrir því hvers vegna Íslendingar virðast svo átakanlega vinafáir meðal þjóðanna þessar vikurnar. Og eitthvað sem því veldur. Djúpt inni í hausnum á manni liggja minningar um að þeir hafi oftar verið naumir á framlög til alþjóðamála og samskipti þeirra við aðrar þjóðir fremur einkennst af sterkum vilja til að þiggja fremur en að gefa.
Fjórar jólastjörnur – og glíman við andskotann
Í gærmorgun átti ég erindi til Reykjavíkur. Ferðum mínum þangað fækkar til muna þessi misserin. Að erindum loknum, akandi um Sæbraut, ákvað ég að ráfa um í Húsasmiðjunni. Til tilbreytingar.
Þessvegna er búið að loka Bánkanum
Rektor Skálholtsskóla sendi mér þessar dásamlegu tilvitnanir í bækur Halldórs Kiljans Laxness fyrir stundu. Stenst ekki freistinguna að deila þeim. Þær eru innan gæsalappa!
Eggjakast eða vitsmunir
Ekki finnst mér líklegt að pilturinn sem dró Baugsfánann að húni á Alþingishúsinu sé með klárar hugmyndir um hvernig leysa megi vandann sem þjóðin er í. Ekki finnst mér heldur líklegt að fólkið sem kastaði eggjum sem ákafast í Alþingishúsið á laugardaginn sé með á hreinu hvernig leysa skuli vandann.
Fundið fé á krepputímum
„Nú sem við erum staddir bakvið leiti, þá veltur sá fróðleikur upp úr einum í hópnum, að hver maður sem fari yfir girðingu af þessu tagi verði sekur um tíu krónur […] Meðþví nú glæpur þessi bar í sér alla þá lokkun sem fylgir fjárglæfrum, tókum við okkur til allir saman og fórum að hoppa yfir gaddavír.[…]
Röddin í eyðimörkinni – Jóhanna Sigurðardóttir
Hvernig sem á því stendur þá er rödd Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, eina röddin í eyðimörkinni sem nær til almennings. Maður hefur á tilfinningunni að hún sé eina manneskjan sem meinar það sem hún segir.
Ég tók hana fram þegar erfiðast var
„Sá sem flettir Bókinni um taó í fyrsta sinn á bágt með að verjast hlátri, en við annan lestur hlær hann að sjálfum sér fyrir að hafa hlegið hið fyrra sinni; þegar hann les bókina í þriðja sinn kemst hann að þeirri niðurstöðu að fræði af þessu tagi muni vera meira en lítið þarfleg núna.“ Lin Yutang, Wisdom of Laotze, 1948.
Hversu hátt er hið háa Alþingi?
Nokkur hópur þingmanna kvaddi sér hljóðs á Alþingi og líkti starfi sínu þar við starf afgreiðslufólks á kassa í verslun.
Stjórnmál eru ekki neinn venjulegur drullupollur
Það eru auðvitað stórtíðindi að þeldökkur maður hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Vafalaust miklu meiri tíðindi en hægt er að gera sér í hugarlund hér uppi á landi lyginnar.
Lesa áfram„Stjórnmál eru ekki neinn venjulegur drullupollur“