Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fólkið

Formaðurinn segir flokkinn hafa stefnuna og fólkið. Það er einfaldlega ekki rétt. Hann hefur ekki fólkið. Af þessum sextán einstaklingum sem nú setjast á þing fyrir flokkinn, ættu sjö þeirra alls ekki að vera þar. Það verður aldrei sátt um þá.

Aftur til bókarinnar

Bækur hafa verið mér góðar. Þær hafa reynst mér vel í flestum tilbrigðum hugarástands míns. Eins og þau geta verið margvísleg í óstýrilátri sál. Í bókum mætir maður fólki af öllum þjóðum veraldar. Af öllum tímum mannkynssögunnar. Háu fólki og lágu, breiðu fólki og mjóu. Í andlegri og líkamlegri merkingu. Og lífsreynslu þess.

Lesa áfram„Aftur til bókarinnar“

Kosið um fæsta mínusa

Þátturinn í sjónvarpinu í gærkvöldi var eins og leikhús fáránleikans. Eftir að hafa fylgst með formönnunum og reynt að greina það sem þeir sögðu ekki, en hefðu átt að segja, fær Jóhanna Sigurðardóttir fæsta mínusa. Steingrímur J. vakti með mér kvíða um að á bak við málflutning hans lúrði stefna sem almenningur verði hundóánægður með. Það mun koma í ljós.

Lesa áfram„Kosið um fæsta mínusa“

Málefnalega staurblankur flokkur

Veturinn er á síðasta snúningi samkvæmt almanaki. Harðasti vetur í manna minnum. Þjóðhagslega. Og ekki nema von að himininn gráti þessa dagana með sauðsvörtum almúga. Samkvæmt þessu sama almanaki hefst sumar á miðnætti. Ekki er útlit fyrir að það verði gott sumar, þjóðhagslega. Vísitala væntinga þeirra sauðsvörtu er í algeru lágmarki.

Lesa áfram„Málefnalega staurblankur flokkur“

Þú gerir ekki háar kröfur

Þetta var skömmu eftir hádegi í gær. Ég hafði áætlað tíma til að heimsækja frænda frú Ástu á Dvalarheimilið. Hann sat frammá og glímdi við krossgátu. Ég settist á rúmið við hið hans. Við ræddum eitt og annað. Hann var glaður í bragði og rifjaði upp sitt hvað frá fyrri dögum. Skellihló að sumum atvikum. Svo kom herbergisfélagi hans inn.

Lesa áfram„Þú gerir ekki háar kröfur“

Helgi og Hannes – og barnavagninn

Það sést á hegðun fuglanna við höfnina að vorið er í loftinu. Það er í vængjum þeirra og tilhugalífi. Bæði þeim sem flögra yfir sem og þeim sem sitja á haffletinum og láta reka. Sjórinn er sléttur. Yfirborð hans liðast mjúklega. Trilla stímir inn um hafnarmunnann. Félagarnir Helgi og Hannes sitja saman á bekknum. Hafa verið þar dágóða stund. Þeir hafa hneppt efstu tölunni frá kuldaflíkum sínum. Hitinn er tíu gráður. Snjáður barnavagn stendur við hlið bekksins.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – og barnavagninn“