Við áttum svo magnað samtal um ritninguna.

Við áttum svo magnað samtal um ritninguna.

Ég upplýsti að ég hefði hugleitt í mörg ár að lesa ritninguna á þýsku eða ítölsku samsíða þeirri íslensku en átt erfitt með að ákveða hvor yrði fyrir valinu. Þá sagði hann að þær þjóðir væru svo ólíkar að þýðingar þeirra væru það einnig. Leiddi samtalið til þess að grunnur textanna væri hebreskur og þangað væri skynsamlegast að beina sjónum sínum. Sem ekki er einfalt fyrir venjulega verkamenn.

Í framhaldi skeiðuðum við báðir um reynsluvelli okkar á hinum margvíslegu gangtegundum textanna, annar fimmtyngdur, hinn knappt fær á eigin móðurmáli. En mikið var þetta skemmtilegt og klukkustundin fljót að líða og þakklætið varir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.