Útigangsfólk og Breiðavíkurdrengir

Eina ferðina enn kemur Velferðarráð Reykjavíkurborgar fram í fjölmiðlum og segir frá því að nú loks hafi það ákveðið að leysa vanda útigangsfólks. Og maður spyr: Hvað ætli ráðið sé oft búið að koma fram með samskonar yfirlýsingar án þess að verkin fylgi?

Það er eins og fólkið álíti að nóg sé að tilkynna um ákvarðanir. Að vandinn leysist við það. Mikið væri góð tilbreyting ef stjórnmálamenn tæku upp þann sið að láta verkin tala, ekki bara fundasamþykktir. Og óneitanlega kæmi það skjólstæðingunum betur.

Í forsíðufrétt í Fréttablaðinu í dag segir:
„Heildarkostnaður við störf Breiðavíkurnefndarinnar frá apríl 2007 þar til hún skilaði skýrslu sinni í febrúar á þessu ári nemur 18.9 milljónum króna […] “

„En auðvitað yrði það afar sérkennilegt ef meðal-sérfræðingurinn fengi meira greitt en meðal- Breiðavíkurdrengurinn.“

Vissulega sérkennilegt. Maður tekur undir það og skilur betur viðbrögð ríkisstjórnarinnar við birtingu áætlunar hennar um bætur til drengjanna.

Ef ég ætti sæmilega mynd af kýrhaus myndi ég láta hana fylgja pistlinum.

Fann svo þessa: Smellið á hana

Eitt andsvar við „Útigangsfólk og Breiðavíkurdrengir“

  1. Flott mynd. En er hún ekki orðin gömul? Var hún ekki tekin þegar framsókn var enn í stjórn? 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.