Litilmagninn og málsvarinn, og fleira

Lítilmagninn og málsvarinn

Las í Morgunblaðinu í gær, á blaðsíðu 40, grein eftir Jóhönnu Guðrúnu Agnarsdóttur. Hún var alin upp á Kumbaravogi við Stokkseyri, ein af fjórtán börnum. Greinin fjallar um arf Jóhönnu og systkina hennar sem virðist hafa villst af leið og aldrei náð til erfingjanna. Þá segir og frá hlut forsvarsmanna Kumbaravogsheimilisins, málsvara systkinanna, við meðferð arfsins sem og opinberra embættismanna og niðurstöðu dóms. Athyglisvert.

Lesa áfram„Litilmagninn og málsvarinn, og fleira“

Hver er náungi þinn?

Alltaf hef ég verið heillaður af gáfuðum mönnum. Hef þó gjarnan skipað þeim í tvo megin hópa. Veit að það er mikil einföldun. Annar hópurinn er þannig að ég taldi mig betur settan í hæfilegri fjarlægð frá honum svo að minnimáttarkenndin þrýsti mér ekki ofaní jörðina. Stundum henti það að einungis hausinn á mér stóð upp úr og þá var ég lengi að ná mér upp á yfirborðið aftur.

Lesa áfram„Hver er náungi þinn?“

Mannshöfuð er nokkuð þungt…

Það gladdi mig að heyra að Ljóðhús, bók Þorsteins Þorsteinssonar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, skyldi hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ég var svo heppin í júní síðastliðnum að Ásta mín gaf mér bókina sem hefur verið meira og minna uppi við síðan og flett í henni fleiri daga. Þetta er skemmtileg bók sem brýtur upp skáldskap Sigfúsar og gefur sýn á fleiri hliðar hugsana hans.

Lesa áfram„Mannshöfuð er nokkuð þungt…“