Fetað í eigin spor

Við erum komin í frí, hjónin, og verðum á okkar uppáhaldsslóðum uppi í Borgarfirði næstu vikur. Þar eiga spor okkar meira en fimmtíu ára sögu. Við ætlum að ganga í þau. Eigin spor. Og spjalla og rifja upp. Svo setjumst við á þúfu og annað okkar segir: „Manstu eftir laginu hans Fúsa um dálítinn svertingjakofa,“ og hitt svarar: „Já, og Úti við svalan sæinn,“ og við þvöðrum og rifjum upp og hlæjum og látum hugann hvarfla til baka. Nostalgía.

Lesa áfram„Fetað í eigin spor“

Svar til Birnu bloggvinkonu

Í framhaldi af athugasemd við síðasta pistil.
Sæl vertu kæra Birna. Ákaflega er ég glaður og þakklátur fyrir þitt örláta tilboð, – sem þú sendir í athugasemd við síðasta pistil minn, – um bækur að láni í sumarleyfinu. Það yljar mér verulega um hjartaræturnar. En, í trúnaði sagt, þá er ég svo meingallaður í sambandi við bækur, ekki eins og það séu einu meingallar mínir, sei, sei, nei, nóg er af þeim, að ég get eiginlega alls ekki lesið bækur sem ég á ekki sjálfur. Þetta byrjaði í mér um fermingu.

Lesa áfram„Svar til Birnu bloggvinkonu“