Hefði orðið draugabær

Það verkar svo þægilega á mig að lesa um breytingarnar á Austfjörðum. Einhver undarleg gleðitilfinning fer um sálina og ég stend mig að því að lesa greinarnar með einskonar brosi sem vex eftir því sem líður á lesturinn. Nýtt kraftmikið atvinnulíf er hafið. Næg atvinna, góð afkoma og allsherjarbreyting á högum fólksins. Fólksins. Það er aðalmálið í huga mínum. Afkoma fólksins.

Lesa áfram„Hefði orðið draugabær“

Hví græturðu, barn?

Mogginn í morgun birtir myndir af tveim málverkum af grátandi börnum. Það er á blaðsíðu 70 í grein sem segir af listum. Auðvitað eru mismunandi orsakir sem valda því að börn gráta. Já, eða fólk almennt. Í morgun upplifði ég nýja orsök fyrir gráti.

Lesa áfram„Hví græturðu, barn?“

Tungumál stjórnmálanna

Nú höfum við fengið forsmekkinn af kosningaþvaðri í sjónvarpi í tvö kvöld. Allt ber það tal að sama brunni. Stjórnmálamennirnir koma fram fyrir þjóðina ábúðarmiklir og segja frá því hvað þeir ætli að gera margt gott fyrir borgarana og bæta hag þeirra verulega. Og þeir treysta því að áheyrendur séu búnir að gleyma loforðunum sem gefin voru fyrir síðustu kosningar og kosningarnar þar á undan og hafa verið svikin eða frestað.

Lesa áfram„Tungumál stjórnmálanna“

Kyrrlátur morgunn

Á laugardag skenkti veðrið skaplegri brigðum. Kyrrð var yfir uppsveitum Borgarfjarðar, logn, úrkomulaust og umferð svo til engin. Eftir klukkustundar göngu fórum við Ásta mín í skoðunarferð bílandi, eina af þessum sem við förum í oft á ári og rifjum upp gróður, gil og gersemar sem við dvöldum við á æskuárunum.

Lesa áfram„Kyrrlátur morgunn“

Jacopone da Todi

Stundum heyrir maður, eða les, frásögur af fólki sem skar sig úr í samtíð sinni og ávann sér ódauðlegan orðstýr sem lifir allar kynslóðir. Þannig er um ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti, sem fæddist í kringum 1230 í Todi á Ítalíu. Hann skildi eftir sig ýmis trúarljóð sem voru bæði sungin og lesin.

Lesa áfram„Jacopone da Todi“

Og lífið heldur áfram

Það var gott í sveitinni um helgina. Fylgdumst með úrslitum framhaldsskólanna. Stóðum með MK. Úrslitum réði heppni fremur en færni. Fylgdumst einnig með kosningum í Hafnarfirði. Hefðum kosið með stækkun hefðum við haft kjörgengi þar. Nú væri við hæfi að forsprakkar Sólar í Straumi kæmu með tillögur til bjargar afkomu manna á vestfjörðum. Þar þrengir að.

Lesa áfram„Og lífið heldur áfram“