Það er fallegasta stúlka í heimi

„Elskaði hún þig?
Aldrei hafði hún orð á því. Hún sagði aldrei neitt.
Fékkstu að kyssa hana?

Nei, aldrei svo mikið sem að taka utan um hana.
Baðstu hana aldrei að kyssa þig?
Nei, það þorði ég aldrei. Það var nú djöfullinn, sem gerði ástina ennþá villtari og ódauðlegri.
Heldurðu þá, að ástin minnki við að kyssa þær?
Já. Sú ást brennur heitast, sem aldrei kyssir, segir Shakespeare einhvers staðar.
Fannst þér þú nú elska hana reglulega mikið?
Hvað meinarðu með „reglulega mikið“?
Hvort þú hefðir til dæmis vilja ganga út í opinn dauðann fyrir hana?
Ég hefði ekki getað hugsað mér meiri sælu en þá en að vera krossfestur hennar vegna með höfuðið niður.
Mikið helvíti er að heyra þetta. Segirðu þetta satt?
Ég get ekki sannara orð talað. Hugsaðu þér! Ég elskaði hana svo óskaplega, að hver hlutur, sem hún snerti, varð mér ímynd hennar sjálfrar. Ég læddist á kvöldin heim að húsinu, sem hún átti heima í hér á Akureyri, bara til að þreifa á hurðarhúninum, sem hún hafði tekið á um daginn. Og svo kyssti ég húninn, um leið og ég gekk heim frá hurðinni, og sagði: Góða nótt! …“

Þorbergur Þórðarson. Íslenskur Aðall

Vika bókarinnar hefst á morgun 17. apríl.

3 svör við “Það er fallegasta stúlka í heimi”

  1. Gaman að heyra að húmörinn lifir í Sisimiut.
    Kær kveðja.

  2. Bob Hope sagði að kossinn væri: „Uptown shopping for a down town buisness“.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.