Söngtrío anno 1954

Gömul ljósmynd kom upp í hendurnar á mér fyrir skömmu við tiltekt í gömlu dóti. Hún er af söngtríói sem stofnað var á Hvanneyri veturinn 1954, í tilefni af 1. des. hátíðinni sem var einskonar árshátíð skólans á þeim árum. Þar tróð tríóið upp og söng nokkur lög, gömul og ný, svo sem: Anna mín með ljósa lokka, / líf og fjör og yndisþokka. Var lagið tileinkað Önnu Hauksdóttur, Jörundssonar, sem starfaði á skólanum þetta árið.

Lesa áfram„Söngtrío anno 1954“