Þegar þakskeggið þagnar

Það vakti athygli okkar hvað lítið er um pöddur þetta árið. Ólíkt fyrri sumrum og sérílagi því í fyrra. Varla að maðkur næði sér á strik á alaskavíðinum. Og fiskiflugur og slíkar fullvaxnar hafa eiginlega ekki sést. Hvað þá geitungar. Fiðrildi afar sjaldgæf. Menn tala um kaldan vetur og kalt og þurrt vor sem ástæðu. En hvað sem því líður þá er þetta tvíbent. Mennirnir fagna en fuglarnir harma.

Lesa áfram„Þegar þakskeggið þagnar“