Gúnegg, gúnegg í kríuskegg

Það hefur löngum verið sagt að „illur ræðari kenni árunum.” Við lærðum þennan málshátt ungir, drengirnir á Holtinu. Enda áttum við okkar eigin vör. Grímsstaðavör. Þar var alltaf is og þys á vorin þegar rauðmaginn kom. Við hópuðumst þangað niður eftir og tókum þátt í braski karlanna. Færðum fyrir þá hlunna og hjálpuðum þeim að setja bátana og koma þeim upp á kambinn. Seinna lögðu þeir teina niður í sjávarmál og komu sér upp vindu. Þá þurfti bara hlunna á stórstraumsfjöru.

Lesa áfram„Gúnegg, gúnegg í kríuskegg“