Smiðirnir og húsið

Mér er Silvía minnisstæð. Hún átti stundum svolítið bágt í sálinni en var ágæt á milli. Þær andlegustu í söfnuðinum sögðu að það væru í henni ýmiskonar andar sem gerðu henni erfitt fyrir. En Sylvía var elskuleg kona. Hafði verið frelsuð um alllangt skeið þegar þetta var. Hún brosti við fólki og auðsýndi vinsemd. En þegar andarnir sóttu að henni kom hún ekki á samkomur um nokkra hríð. Svo kom þessi kraftaverkamaður frá Skotlandi. Það eru um það bil 30 ár síðan.

Lesa áfram„Smiðirnir og húsið“