Þar fyrir ofan

Það fór nú þannig fyrir mér við lestur kaflans um trúmál í bók Nietzsches, Handan góðs og ills, að ég komst ekki hjá því að skrifa pistil, í gær, um gullnu reglu Biblíunnar. Svona eins og til að jafna mig. Aldrei hef ég lesið eða heyrt annað eins orðalag um kristna trú eins og birtist í bókinni. Aldrei heyrt rætt um hana á jafn neikvæðan hátt. Ætla þó að efnið sé talið vitsmunum vafið af einhverjum hópi manna.

Lesa áfram„Þar fyrir ofan“