Lóðrétt eða lárétt

Þættir Ævars Kjartanssonar, á sunnudagsmorgnum í vetur, hafa yfirleitt verið áhugaverðir og á hann hrós skilið fyrir þá. Hann hefur kallað til sín viðmælendur ýmissa gerða þótt guðfræðingar hafi verið í meirihluta. Flesta þessa þætti hef ég hlustað á og haft verulega ánægju af sumum þeirra. Í gærmorgun var síðasti þátturinn um sinn og viðmælandi Ævars var Njörður P. Njarðvík, prófessor, bókmenntafræðingur og skáld.

Lesa áfram„Lóðrétt eða lárétt“

Orðið varð maður

Ritningin, mest bóka, segir frá hinum stórkostlegasta atburði, holdtekt Spekinnar, Orðsins, og innkomu þess í heim mannanna. Hinn fátæklegi og einfaldi umbúnaður sviðsins undirstrikar hvar hina sönnu Speki er að finna og hvað Viskan hefur ólíkt eðli og yfirbragð heims mannsins, hvar oflæti, hégómi og hismi eru í hávegum höfð.

Lesa áfram„Orðið varð maður“

Hjartastaður

Morgunbænin í útvarpinu er vinsæl hjá okkur hjónunum. Við hlustum á hana flesta morgna. Hún hefst yfirleitt á öðrum kaffibolla. Í morgun fór séra Auður Eir með trúarorðin. Ég seigi trúarorðin, því að af mæli hennar merkist að hún á hlutdeild í þeim Guði sem veitir blessun þeim sem vilja þiggja hana af honum. Það er eins og hún tali af hjarta fram. Og einmitt þannig orðaði Goethe þetta í stórverkinu Faust: „En hjörtum fer aldrei orð á milli, sem ekki er runnið úr hjartastað.“

Lesa áfram„Hjartastaður“

Stórlaxar

Við sátum í kirkjunni, sautján saman, fólk úr Samhjálp og hlustuðum á útlendan mann búsettan á Íslandi prédika. Það gætti kvíða í huga mínum því að oft voru ræður manna þarna ekki með það markmið að hugga eða hughreysta beygt og brotið fólk. Miklu fremur virtust þær fullar af sjálfshóli, sjálfsaðdáun og jafnvel vanþóknun á þeim sem brákaðir ganga um í lífinu.

Lesa áfram„Stórlaxar“

Í húsi föður míns

Það rifjast stundum upp fyrir mér atvik sem átti sér stað í Þríbúðum á tímum okkar Ástu þar. Ung hjón komu í sunnudagssamkomu. En á þeim árum voru ætíð tvær almennar samkomur í viku. Á fimmtudagskvöldum og á sunnudögum klukkan fjögur. Samkomur þessar voru að jafnaði vel sóttar. Ungu hjónin sátu aftarlega og eftir samkomuna fengu þau sér kaffisopa ásamt öðrum samkomugestum.

Lesa áfram„Í húsi föður míns“

Að skipta um trúfélag

Það var ekki eins mikið mál og við áttum von á. Fórum inn á heimasíðu Hagstofunnar og fundum eyðublað. Prentuðum út tvö eintök. Fylltum þau út, skrifuðum undir og settum þau síðan í póst. Þetta er svo sem búið að vera á döfinni lengi. Við urðum meðlimir í Fíladelfíu fyrir 40 árum. Áttum ákaflega yndislegt samneyti við fólkið sem þá var í Kirkjulækjarkoti. Einlægt, lítillátt og hógvært. Nú er þriðja kynslóðin tekin við. Hún er öðruvísi.

Lesa áfram„Að skipta um trúfélag“

Ómur orðsins

Senn lýkur sumarleyfinu. Og þar með tíma til að hvílast. Við höfum notið þeirra forréttinda, hjónakornin, að vera í sveit svo til í mánuð. Kúplað út frá daglegu amstri og hreinsað hugann. Við smíðar og fleira þeim tengdum. Hreinsað hugann? Það er nú kannski full mikið sagt. Mér sýnist það sé ekki eins einfalt og það hljómar. Hugurinn er nefnilega margslunginn staður. Og ekki einfaldur í meðförum.

Lesa áfram„Ómur orðsins“

Máttur himins og jarðar

Sú saga gekk fyrir ótal árum að bónda nokkrum hafi verið sagt frá því að hægt væri að sá síldarhrognum í valinn jarðveg og upp mundi koma margföld uppskera. Fylgdi sögunni að bóndinn hafi plægt og herfað dálítið svæði ofan við bæinn sinn og búið til sáningar á hrognum. Flestum þótti sagan fyndin og bóndinn einfaldur. En um haustið brá svo við að garður bóndans var þakinn grönnum greinum sem stóðu upp úr jörðinni og á hverri grein voru tvær til þrjár síldar sem glitruðu í sólarljósinu. Bóndinn hafði þá leikið á nágrannana.

Lesa áfram„Máttur himins og jarðar“

Ágæti Guð

Maður nokkur fór með bæn. Hann sagði: „Ágæti Guð, þakka þér fyrir þennan efnilega dag…“ Ég er enn að reyna að setja mig í spor mannsins. Tekst það ekki. Hef þó heyrt margt undarlegt orðalag í bænum fólks um ævina. Á nokkuð auðvelt með að skilja tilraunir „fátækra í anda” til að tala við Guð. Þeir hafa yfirleitt svipuð viðmið og Jóhannes skírari, sem sagði við lærisveina sína um frelsarann: „Hann á að vaxa, en ég að minnka.”

Lesa áfram„Ágæti Guð“