…ég hef sussað á sál mína

Davíð, sálmaskáld Biblíunnar, mátti sjá tímana tvenna. Já og þrenna, ef ekki miklu fleirri. Vegferð hans lá upp á við og niður á við, til skiptis, eins og gengur hjá flestu fólki. Stundum var hann í hávegum hafður, í önnur skipti hundeltur. Þá átti hann sín siðaumvöndurnartímabil og einnig syndafalla. Og í slíkum umhleypingum andans skiptast á tímar stórlætis, drambs og sjálfsánægju á móti tímum iðrunar og auðmýktar. En þannig er nú einu sinni líf mannanna.

Lesa áfram„…ég hef sussað á sál mína“

Munkarnir þrír

Einsetumennirnir þrír er lítil frásaga eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy. Hún fjallar um þrjá einfalda munka sem bjuggu á afskekktri eyju. Eftir því sem höfundur sögunnar segir, gerðust stundum kraftaverk á bænastundum munkanna. Ein aðalbæn þeirra var svona: „Við erum þrír, þú ert þrír, miskunna þú oss.”

Lesa áfram„Munkarnir þrír“

Hið góða sjálft

[01/01/03 — 14:31]
Vinakveðja. Vina-nýárskveðja. „Þér eruð vinir mínir,” sagði Kristur við lærisveina sína. Ég man hvernig setningin verkaði á mig þegar ég las hana fyrst. Hún var fjarlæg. Ópersónuleg. Svo varð einhver þróun. Kristur kom nær. Varð persónulegur. Og orð hans einnig. „Þér eruð vinir mínir,” breyttist í „þú líka, ert vinur minn.” Þessi þróun sem varð, gjörbreytti lífi mínu.

Lesa áfram„Hið góða sjálft“