Sáðmenn í sjö bindum

Var að horfa á Kiljuna fyrir stundu. Það var skemmtilegur þáttur. Fjallað var um Steinar Sigurjónsson á flottan hátt. Hrós. Við Steinar áttum sjö eða átta bráðskemmtileg samtöl fáum árum fyrir andlát hans. Ræddum við bókmenntir, heimspeki og trúmál. Það var ákaflega skemmtilegt að ræða við hann. Við náðum vel saman og leið vel í samtölunum sem sum urðu verulega lengri en lagt var upp með.

Lesa áfram„Sáðmenn í sjö bindum“

Zizek, Njála og fleiri bækur

Það fór nú þannig á þessum fyrstu erfiðu tíu dögum, sem að baki eru, að bækur og bókmenntir hópuðust að mér með elsku og örlæti og urðu mín mesta huggun fyrir utan óendanlega umhyggju og elsku eiginkonunnar. Að sjálfsögðu. Ekkert tekur henni fram. En bækurnar, með þeim komu hinir ýmsu höfundar til sögunnar og persónur sagnanna og settust á rúmgaflinn og ræddu málin. Það var elskulegt samfélag.

Lesa áfram„Zizek, Njála og fleiri bækur“

Mannshöfuð er nokkuð þungt…

Það gladdi mig að heyra að Ljóðhús, bók Þorsteins Þorsteinssonar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, skyldi hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ég var svo heppin í júní síðastliðnum að Ásta mín gaf mér bókina sem hefur verið meira og minna uppi við síðan og flett í henni fleiri daga. Þetta er skemmtileg bók sem brýtur upp skáldskap Sigfúsar og gefur sýn á fleiri hliðar hugsana hans.

Lesa áfram„Mannshöfuð er nokkuð þungt…“

Ívanov – bravó, bravó

Við skemmtum okkur fjarskalega vel í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikararnir gerðu þetta af svo mikilli snilld, allir sem einn, svo vel og yndislega að það var eins og hjarta manns fylltist af ást til þeirra. Já, mikil feikn var gaman að sjá hópinn skila Ivanov, leikriti Antons Tsjekhovs, í leikgerð – væntanlega hópsins alls,- hafi ég skilið orð leikstjórans, Baltasars, rétt.

Lesa áfram„Ívanov – bravó, bravó“

Vilhjálmur frá Skáholti

Í síðasta Kiljuþætti Sjónvarpsins fékk ljóðskáldið Vilhjálmur frá Skáholti talsverða umfjöllun í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Það var mjög vel við hæfi. Hefði umfjöllunin fengið bestu einkunn ef þáttarstjórnandinn hefði sleppt því að margendurtaka og leggja áherslu á að Vilhjálmur hefði verið „róni“.

Lesa áfram„Vilhjálmur frá Skáholti“