Margir hafa tjáð sig um þetta svokallaða Jónínu mál Bjartmars, eða ríkisborgaramál tilvonandi tengdadóttur hennar. Mál sem er í raun ekkert mál, bara hversdagsleg saga af fólki sem fer með völd. Réttlætisskilningur þess nær eingöngu yfir óbreytta. Ekki breytta. Þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða. Á öllum sviðum valds.
Burt með fátækt á Íslandi
Það sem er leiðinlegast við kosningar til alþingis er að alþingismennirnir eru að berjast fyrir starfi sínu, launum og aðstöðu. Þannig er það í öllum tilfellum. Það skín í gegn. Baráttan helgast því af eigin hagsmunum þeirra, ekki af hagsmunum kjósenda. Eða á ég að segja almennra borgara. Þess vegna, m.a. eru svo margir Íslendingar fátækir.
Í nótt kom vorið, eftir Tómas Guðmundsson
Í nótt hefur vorið verið á ferli.
Og vorið er ekki af baki dottið,
því áður en fólk kom á fætur í morgun
var fyrsta grasið úr moldinni sprottið.
Aprílhitamet í Litlatré
Gærdagurinn var yndislegur. Veðrið talsvert betra en maður vogar að óska sér á þessu blessaða landi okkar. Og það í apríl. Við rismál, ( þá er átt við fótaferðatíma ) var hitinn + 11°C. Vindar af austri, suðaustri og snarpir vindsveipir allt til norðausturs. Fór í 15 til 18 m/s í sumum hviðunum. Um hádegi var hitinn orðinn + 14°C.
Samfélag alsælunnar eða himnaríki fíflsins
Eftir uppistandið á laugardag, sjá hér, var það eiginlega ekki fyrr en í morgun sem ástríðan í blaðalestur endurheimtist að fullu. Hafði tekið frá tvær álitlegar greinar og sett í bið á meðan ég beið eftir sálinni. Það var svo í morgun sem kerfið virtist komið í nothæft ástand.
Hver ræður næturstaðnum?
Rokið og rigningin hafði staðið yfir í 36 klukkustundir. Það er langur tími þegar beðið er eftir þægilegu útivinnuveðri. Og við flúðum heim. Sumardagurinn fyrsti hafði aftur á móti verið góður. Hann hjalaði við okkur af mildi, ólíkt mörgum nöfnum hans.
Vetur fer – sumar kemur, vonandi
Síðasti vetrardagur. Hljómar vel. Sumardagurinn fyrsti. Hljómar betur. Fjöllin þó enn klædd hvítu. Heitum á sólina að ylja svo gil og skorninga að fönnin víki bráðlega og grænar tungur nái hærra upp í hlíðar en í fyrra.
Dús við Sjálfstæðisflokkinn
Mikil tíðindi hafa gerst á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Tíðindi sem snerta afkomu og mögulega lífsgleði fjölda Íslendinga. Vitaskuld munu margir hnýta í flokksforustuna og segja sem svo að hér sé verið að bjarga flokknum á elleftu stund fyrir kosningar.
Hefði orðið draugabær
Það verkar svo þægilega á mig að lesa um breytingarnar á Austfjörðum. Einhver undarleg gleðitilfinning fer um sálina og ég stend mig að því að lesa greinarnar með einskonar brosi sem vex eftir því sem líður á lesturinn. Nýtt kraftmikið atvinnulíf er hafið. Næg atvinna, góð afkoma og allsherjarbreyting á högum fólksins. Fólksins. Það er aðalmálið í huga mínum. Afkoma fólksins.
Hví græturðu, barn?
Mogginn í morgun birtir myndir af tveim málverkum af grátandi börnum. Það er á blaðsíðu 70 í grein sem segir af listum. Auðvitað eru mismunandi orsakir sem valda því að börn gráta. Já, eða fólk almennt. Í morgun upplifði ég nýja orsök fyrir gráti.