Það má til sannsvegar færa að veðrið á okkar blessaða landi hafi mótandi áhrif á sálarlíf landsmanna. Og því upplifi margir lægðir og hæðir í huga sínum og sálarlífi. Sagt hefur verið að einn dagur á Íslandi sýni, þegar örlætið er mest, allar tegundir veðurs frá morgni til kvölds og stundum tvær eða þrjár umferðir.
Morgunn með nýrri ríkisstjórn
Það blasir við að Morgunblaðið er eina dagblaðið sem kann að hanna forsíðu sem svarar blaðalesendum um tíðindi stjórnmálanna frá deginum í gær. Morgunblaðið er jú eina alvöru dagblaðið á Íslandi. En í fregnum af nýrri ríkisstjórn er fátt spennandi að hafa. Að sjálfsögðu eru þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún sjálfkjörin sem fyrirliðar sinna flokka. Annað vekur enga sérstaka gleði, nema endurkoma Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þingvallastjórn og hörmungar á Flateyri
Átakanlegustu tíðindin koma frá Flateyri þessa dagana. Yfir hundrað manns missa atvinnu og afkomu. Líklegt er að ekki færri en tvöhundruð manns muni líða skort og skelfingu af þeim sökum. Engar tekjur, afborganir í vanskil, reikningar safnast upp. Að síðustu ekki til fyrir daglegum þörfum barna og mat þrýtur. Ástandið er í einu orði sagt hörmulegt.
Stjórnmálaumræða – súpa í sömu skál
Um það varð sátt í samlífi okkar Ástu minnar, fyrir liðlega tuttugu árum, að ég tæki við eldamennskunni á heimilinu og gæfi henni frí. Hún hafði þá eldað ofan í okkur átta manna fjölskylduna í tæp þrjátíu ár. Vissulega hafði fækkað í hópnum þegar þessi þáttaskil urðu og kann ég tengdadætrum mínum einlægar þakkir fyrir það.
Með kveðju til Geirs
Við fylgdumst með úrslitunum í sveitinni. Þar var kalt, norðaustan strekkingur og súld á milli. Hitinn aðeins ein gráða yfir nóttina. Grátt í fjöll í morgun. Útivist á lágmarki. Höfðum önglað saman fyrir skilti á litla kofann okkar og settum það upp til bráðabirgða. Síðar fær það viðeigandi frágang úti við lóðamörkin.
Kjörtímabil hinna snauðu
Það hefur verið trú mín um langt árabil að gott kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins hafi að hluta til helgast af því að stjórnarandstöðuna hafi vantað nægilega traustvekjandi fólk í efstu sætin, því að þótt þar finnist pólitískar hetjur þá eru þær ekki í efstu sætunum. Því miður. Fyrir þessar kosningar hefur engin breyting orðið þar á.
Örborgari
Örborgari er næsta stig fyrir neðan smáborgara. Fann út í gær að þar passa ég best. Ég versla í Bónus, nema grænmeti, les Moggann og Lesbók af ástríðu. Hlusta lítið á útvarp, helst þó rás 1. Kaupi aldrei tímarit. Tek afkomu fólks fram yfir landslag, Ligg í bókum flesta daga. Hef mikla ánægju af maka mínum. Er hægri krati í hjarta mínu og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Hvar annarsstaðar gæti ég passað?
Þá hvítnaði ég í framan
Hann var búinn með klippinguna. Tók til við að snyrta hausinn á mér og umhverfið. Klippti af augnbrúnunum og renndi síðan rakhnífnum niður aftan á hálsinum á mér. Eins gott að reita hann ekki til reiði, hugsaði ég. Hann ræddi stjórnmál. Ég sagðist hafa kosið í gær og það væri ekkert hægt að hafa áhrif á mig. Svo fór hann að ræða muninn á Davíð og Geir.
Fólk í sleik
Fór á skrifstofu sýslumanns í morgun og kaus. Það er talsverður léttir að vera búinn að því. Mér var boðið sæti. Tvennt beið þegar ég kom á staðinn. Ég settist á milli þeirra. Hægramegin við mig sat glæsileg ung kona, flott í tauinu og vextinum og allt, vinstramegin tiltölulega venjulegur karl. Þau þóttust vera á kafi í blöðum sem lágu frammi.
Týndu orðin
Þau heyrast eiginlega aldrei. Það er alveg sama á hvaða stjórnmálamenn maður hlustar. Það er eins og þau hafi aldrei verið til. Það er talað um umhverfi. Sá konu nýlega, konu sem er í framboði, fórna höndum og fella tár yfir týndri þúfu á austurlandi. Þúfu sem drukknaði. Þá hrapaði konan um áttatíu stig í huga mínum. Eins og ég hafði verið skotin í konunni.