Þar kom að því. Sektaður fyrir hraðakstur. Mynd tekin við Fiskilæk. Sýnir 99 km. hraða. Og ökumann. Og ég sem hef ekki farið yfir hundrað í tíu ár og talið mig með prúðustu ökumönnum hinna síðari tíma. Enda fara alltaf allir framúr mér.
Haustkvöld
Gunnbjörg kom frá Edinborg í gær. Hún fór þaðan í blíðskaparveðri eftir ánægjulega viku í heimsókn hjá vinum sínum frá háskólaárunum þar. Lenti á Íslandi í suðvestan stormi og beljandi rigningu í hviðum. Sagði í bílnum hjá mér: „Ég er svo sem komin heim.“ Svo ókum við eins og leið liggur inneftir, eins og sagt er á suðurnesjum.
Hún ilmar eins og lilja í dölunum
Í pistli Egils Helgasonar, í framhaldi af þætti hans Kiljunni 17. október, birtir hann kvæðið Alsnjóa, eftir Jónas Hallgrímsson og segir:
Almenningsheill? Gildislaust skrum.
Ekki dettur nokkrum manni í hug að Björn Ingi sé einn á báti í þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið í þessum pólitísku sjónhverfingum sem staðið hafa yfir í vikunni. Nei, stjórnmál eru rekin af valdablokkum sem hafa safnað auði og valdi og hafa ekkert markmið annað en að auka vald sitt og auð.
Einn plús – tveir mínusar, fyrir geðið
Þannig eru hlutföllin oft:
Tangarínur í Peredelkino
Það var tvennt sem gerði liðna helgi ánægjulegri umfram margar aðrar. Í fyrsta lagi gróðursetning í skaplegu veðri á föstudagsmorgninum, veðri sem breyttist í úrhellisrigningu, nánast skýfall, sem entist út daginn og nóttina í sunnan og suðaustan stormi. Laugardagurinn, sem heilsaði snemma með einstakri blíðu, blíðu sem varði allan þann dag og sunnudaginn, óvænt. Þetta var í Litlatré.
Þegar þögnin fær mál
Höfðum gert okkur vonir um að það stytti upp. Ekki er útlit fyrir að sú von rætist. Sóttum því regngallana niður í kompu og settum í farangurinn. Við áætlum að fara í sveitina eftir vinnu í dag til að gróðursetja 40 birkihríslur sem við pöntuðum í vor hjá Árna á Þorgautsstöðum. Höfum ágæta reynslu af haustgróðursetningum, eins og nefnt var hér, nema veðurþættinum.
Hjálmar á Bólu
Dregin af líkum er sú dagsetning að Bólu Hjálmar hafi fæðst 29. september 1796. Hann var farmúrskarandi hagyrðingur og fjölmargt fleira.
Guðbjörg Guðjónsdóttir. Minning.
Fáein fátækleg kveðjuorð.
Það er ekki margt fólk eftir af þeim kjarna hvítasunnumanna sem var í kjölfestu hreyfingarinnar á miðri síðustu öld. Þeim fækkar þessi árin og kjölfestan léttist stöðugt. En kynslóðir koma og kynslóðir fara og víst er það saga mannanna á þessari jörð, þar sem þeir eru aðeins gestir og útlendingar um skamma stund.
Tvö sjónarhorn
Þessum var gaukað að mér fyrr í dag