Fyrst kom ég í Netto á Salavegi. Leitaði í hillunum. Fann ekki. Spurði verslunarstjórann. Hann leitaði i hillunum. Fann ekki. „Því miður á ég það ekki í augnablikinu.“ Næst lá leiðin í Bónus á Smáratorgi. Gáði í hillurnar. Fann ekki. Leitaði að þessari elskulegu konu sem virðist vera verkstjóri í búðinni. „Komdu með mér,“ sagði hún.
Hann blæs og blæs. Kallaður Kári
Einkenni þessara daga er vindur og regn. En fyrst og fremst vindur. Hann blæs og blæs. Kallaður Kári. Maður dregur alpahúfuna niður fyrir eyru á leiðinni á milli húsa. Svo hún ekki fjúki út í buskann. Týndi einni í fyrra á leiðinni úr bílnum inn í flugstöðina í Keflavík. Hún virtist ekki vilja með til Glasgow. Þeyttist vestur um haf. Með Kára.
Beinavaka
Legg eftirfarandi spurningu fyrir gesti síðunnar í tilefni þessara daga:
Jónas
Jónas ?
Klukkustund í Kringlunni
Í morgun fór ég í Kringluna. Átti tvö erindi. Það fyrra var að skoða ljósmyndasýningu Blaðamannafélagsins. Mesta ánægju hafði ég af elstu svarthvítu myndunum. Þær eru þarna. Frábærar myndir. Síðara erindið var að kaupa það sem mig vantaði til að gera góða fiskisúpu.
Sörli kaupir nýjan bíl
Við unnum við Búrfellsvirkjun þá. Um þrjú hundruð manns í kamp tvö. Hann var staðsettur uppi á fjallinu. Í kamp eitt, sem var niður við stöðvarhús, voru miklu fleiri. Þegar komið var úr helgarfríi, á mánudagsmorgnum, voru menn yfirleitt innhverfir og fámálugir framan af degi. Hugurinn væntanlega enn hjá eiginkonum og börnum og tregi í sálinni. Nema Sörla.
Þegar efnið reynist rýrt
Þegar betri helmingurinn fer af bæ lendir sá verri í því að glíma við sjálfin sem í honum búa. Hjálparlaust. Það er ekkert sérlega einfalt. Í gegnum árin hafa helmingarnir, betri og verri, þróað með sér lífsform í sambúð ( hjónabandi, staðfestri samvist o.svo frv.). Og það kemur áþreifanlegt tóm í tilveruna. Tóm sem maður talar inn í. Eða við.
Athyglisverðar setningar
A stupid man’s report of what a clever man says can never be accurate, because he unconsciously translates what he hears into something he can understand.
Bertrand Russell
Dásamlegir tímar – aldrei betri tímar?
Þeir voru ekki trúverðugir bankastjórarnir um árið þegar þeir gerðu atlögu eftir atlögu að Íbúðalánasjóði og kröfðust þess að hann yrði lagður niður og þeim fengið verkefni hans í hendur. Það mundi bæta hag almennings verulega og þeir, bankarnir, mundu halda vöxtum lágum og óbreyttum um ókomin ár. Nú hefur hið rétta andlit þeirra komið í ljós. Hvað hefði orðið ef Íbúðalánasjóður hefði verið lagður niður?
Guðmundur Jónsson óperusöngvari
Þær falla frá ein og ein, eikurnar sem umluktu líf og tilveru Íslendinga á síðustu öld. Eikurnar sem mynduðu skjólgarð umhverfis heimsmynd þeirra sem gengu sín spor á árunum þeim. Fólkið sem tók sér fastan sess í hugarfylgsnum manna með töfrandi list sinni og var þar tákn um gleði og fegurð. Alla ævi manns.