Verbum perfectum: sinceritas IV

Það er nú líklega eðlilegt að undirstrika að þessi pistlaskrif mín eru einfaldlega aðferð til að halda einhverskonar hringrás hugans í gangi. Talið er holt fyrir fólk að tjá sig og koma frá sér á einhvern hátt hugsun og vangaveltum sem kunna að auka þrýsting í kollinum á því. Býst ég við að þetta sé nytsamlegt fyrir okkur sem hætt hafa störfum og samskipti og félagsskapur fallið í lágmark.

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas IV“

Verbum perfectum: sinceritas III

Og enn af Pound. Fjöldinn allur af heimsfrægum rithöfundum, skáldum og listmálurum, söfnuðust saman í vinnustofunni hjá Gertrude Stein í rue de Fleurus 27 í París. Gertrude Stein var einstök manneskja, rithöfundur og málverkasafnari. Hún var fædd í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Bækur segja að blómi listamanna á heimsvísu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið fastagestir hjá henni og tekið þátt í veislum og samræðum um listir.

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas III“

Rætur gróðursins

Það er sunnudagsmorgun og það rignir. Rigningin er langþráð og maður reynir að hugsa eins og jarðvegur. Það blasir samt við að jarðvegur hugsar ekki. En hann lifir og er þótt hann hugsi ekki. Því getur verið eins farið með mig, ég er þótt ég hugsi ekki, þrátt fyrir cogito ergo sum. Og það er sunnudagsmorgun og það rignir og ég fagna með jörðinni.

Lesa áfram„Rætur gróðursins“

Verbum perfectum: sinceritas II

„Ezra Pound var vinur vina sinna og reiðubúinn að brjóta sig í mola fyrir fólk. Vinnustofan þar sem hann hafðist við ásamt Dorothy konu sinni á rue Notre-Dames-des-Champs var að sínu leyti eins aum og ríkmannlegt var hjá Gertrude Stein. […] Mér geðjaðist ágætlega að málverkunum eftir Dorothy og mér fannst Dorothy stórfríð og undursamlega á sig komin.“

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas II“

Verbum perfectum: sinceritas I

„Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar; ef sjávarbylgjur skola moldarhnefa til hafs, minnkar Evrópa, engu síður en eitt annes væri, engu síður en óðal vina þinna eða sjálfs þín væri; dauði sérhvers manns smækkar mig, af því ég er íslunginn mannkyninu; spyr þú aldrei hverjum klukkan glymur; hún glymur þér.“

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas I“