Það er alltaf pirrandi þegar prentari verður bleklaus í miðju verki. Maður stendur sig að því að hafa trassað að kaupa hylki. Ekki við aðra að sakast. Huggunin ætti að felast í því hversu margar tröllslegar verslunarmiðstöðvar eru komnar í kvosina í dalnum í Kópavogi fyrir þá sem búa þar skammt frá. En það reyndist ekki svo.
Byssulausir á ísbjarnarslóð
Það er hluti af lífsnautninni, eftir helgardvöl í Borgarfirði, að koma heim í dagblöðin. Við hellum á kaffi, skiptum um föt og hvolfum okkur yfir blöðin. Þögul klukkustund fer í hönd.
Mogginn og álftirnar
Hafi það verið af fljótfærni að myndin af álftinni var birt á forsíðu Moggans í gær, og sé það áfall fyrir nýja ritstjóra blaðsins að hafa ekki greint „blöffið“ þá leyfi ég mér að segja eins og kerlingin: „fall er fararheill.“
Hvítabjörn er ekki gæludýr
Það er mikið lán að takast skyldi að fella hvítabjörninn áður en hann skaðaði menn og eða skepnur. Engin veit hvað langt er síðan hann gekk á land né heldur hvar og þaðan af siður hvaða slóðir hann hefur eigrað um. Svangur hvítabjörn er ekki líklegur til vinahóta.
Dauðasyndirnar – ærsl og alvara
Við sáum Dauðasyndirnar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýningin er vissulega mikill gleðileikur. Leikararnir mæta gestum sýningarinnar, með spaugi og áreiti, strax frammi við dyr þegar þeir opna salinn. Þeir bjóða fólki til sætis með ærslafullu látbragði og reyna að fá það til að slaka á og létta af sér leikhúss hátíðargervinu.
Ást í Litlatré
Þegar hún Ásta lífgar moldina
og fer um hana höndunum
eftir langan veturinn
Hún á afmæli í dag
Þessi frábæra kona á afmæli í dag. Ég hitti hana fyrst fyrir fimmtíu árum. Aldrei hef ég hitt jafn óvenjulega, þolgóða og æðrulausa manneskju á ævi minni. Hún hefur alla tíð gert gott úr hlutunum og þar með bætt tilveru flestra sem hún umgekkst. Og aldrei ætlast til neins fyrir sjálfa sig.
Og þá fór bíllinn að dansa
Ég kom út úr Húsasmiðjunni í Skútuvogi kl. 15:45. Hafði keypt eina dós af Benarolíu til að bera á útiborðið í Litlatré. Lagði dósina í aftursætið í bílnum og settist undir stýrið. Fann fyrir tilhlökkun að fara í sveitina á morgun og sönglaði smávegis. Og þá fór bíllinn að dansa. Hann dúaði. Furðulegt af bíl að smitast af kátínu eigandans.
Hákot, Háborg eða láglendi
„Ertu nú farinn að setja Dolly Parton á netið?“ spurði Ásta þegar hún kom heim úr vinnu í gærkvöldi og kíkti á síðuna mína. „Er það slæmt?“ spurði ég á móti. Hún sagði: „Þú hefðir einhvern tíma fussað yfir slíku uppátæki. Hún var ekki alltaf háttskrifuð hjá þér.“
Mögnuð morgunstund
Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.