Mister Pips er frábær bók. Var að ljúka við hana. Hún fjallar um erfiða tíma í litlu samfélagi. Hún er ástarsöngur til skáldsögunnar. Um hana segir:
Útrás er margslungið orð
Það er hægt að hafa mörg orð um ágjöfina sem gengur yfir þjóðina þessa daga. Hugsanlega myndi það létta á sálartuðrunni að skrifa og skrifa og skamma og skamma. En svo er að sjá að nógu margir annist það. Og auðvitað hafa þeir allir meira vit á málunum en ég.
Í tilefni dagsins
Það er við hæfi þegar á okkur dynja þessar afleitu fregnir af myrkri í fjármálum og afkomu banka og fjármálastofnana, að gera tilraun til að létta yfirbragð tilverunnar ofurlítið. Ekki veitir af.
Aðeins höfuðin standa upp úr
Á einni af myndum Botticelli´s, við ljóðabálkinn La Divina Commedia eftir Dante, má sjá fólk berjast um í stóru fljóti. Aðeins höfuðin standa upp úr.
September rigningar – tár himinsins
Mér datt í hug að kveðja septembermánuð með virktum. Þrátt fyrir miklar rigningar. Gerði tilraun í fyrri viku til að setja fallegt lag inn á heimasíðuna, lag þar sem sungið er um September in the Rain, en hún neitaði að taka við því. Það er svo margt sem fer öðruvísi en fólk vonar, þessa dagana.
Atlantsolía – allt í plati
Í gærmorgun fékk ég SMS frá Atlantsolíu. Þeir óskuðu mér til hamingju með afmælisdaginn og í tilefni hans buðu þeir mér 5 kr. afslátt á lítra af bensíni. Ekki leist mér á tilboðið.
Sól í dag
Það er dásamlegt að eiga afmæli á svona degi:
Fyrsti þurri dagurinn um langt skeið.
Banki endurkeyptur.
Dollarinn yfir hundrað kall.
Getur maður farið fram á meira?
Út í regnið fagnandi við förum
Þar bíður okkar síðasta gróðursetning ársins. Aspir. Tuttugu eintök. 80 til 100 sm. Rakastigið verður ólíkt því sem var í vor þegar við gróðursettum birkiplöntur í bökkum. Um þær má segja að þær hafi eiginlega horfið í þurrkunum sem stóðu í á annan mánuð. Og allir brunnar tómir. Vonum samt að þær teygi sig upp á móti sól næsta sumar.
Eggert Haukdal sýknaður
Fréttin af sýknu Eggerts Haukdal verkar þannig á mig að helst vildi ég hitta manninn og faðma hann að mér.
Dilkur 32
„Er pláss fyrir púka? spurði ég Sámsstaðabóndann. Við gengum samsíða að réttinni. Dráttur var kominn á fullt. Fjöldi manns í önnum. Rauðir vatnsgallar mynduðu andstæður við hvíta réttarveggina. Þetta var í Þverárrétt í gærmorgun.