Í gamla daga var þetta þannig að dagblöðin voru að minnsta kosti fimm, þ.e. Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Vísir. Fjögur þeirra voru blöð stjórnmálaskoðana og flokka. Þetta var ekki svo slæmt. Maður las þau öll og viðaði úr þeim kjarnann í pólitíkinni og reyndi að mynda sér skoðanir eftir mætti.
Að skipa í stöðu eða setja
Lög eru huglægt fag. Menn skilja þau og túlka frá ýmsum sjónarhornum. Þegar lögmenn glíma með lögum kemur þetta berlega í ljós. Það hlýtur að vera flókið að vera dómari og eiga að ákveða hvaða túlkun skuli taka mið af við dómsuppkvaðningu. Óljóst er hvort réttlæti nái oftar fram en ranglæti, enda má lengi spyrja: Hvað er réttlæti?
Jólastjarnan lifir enn
Það var snemma í nóvember sem ég keypti tvær jólastjörnur í Húsasmiðjunni og færði Ástu. Hún hefur alla tíð unnað blómum og skreytt heimili okkar með þeim. Það sem fékk mig til að kaupa stjörnurnar svona löngu fyrir jól var samtal við fullorðna konu sem einnig var að svipast um í búiðinni.
The Reader: Hvað hefðir þú gert?
Ferðir okkar Ástu í bíó eru ekki tíðar. Gjarnan líða eitt til tvö ár á milli bíóferða. Síðast fórum við og sáum Brúðgumann í febrúar 2008. Það var fyrir Kreppu. Í gær sóttum við í okkur veðrið og ókum vestur í Háskólabíó til að sjá The Reader, en við lásum bókina Lesarinn, Der Vorleser, eftir Bernhard Schlink, í frábærri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar í febrúar 2005 og urðum bæði mjög hrifin af henni. Sjá hér.
Jóhanna, Sólrún, Baldvin og prestar í framboði
Ekki hafði Ingibjörg Sólrún þrek til að víkja. Það hefði þó verið réttara. Hvað Jón Baldvin ætlar sér upp á dekk er óskiljanlegt. Getur Samfylkingarfólk ekki einfaldlega kosið Jóhönnu sem formann hvað sem öðru líður? Það sýnist manni einfaldlega blasa við sem eðlileg niðurstaða.
Árni Matt hættur. Fleiri mættu hætta.
Ýmis tíðindi síðustu daga hljóma vel. Árni Matt hættur. Fleiri af gamla liðinu, en þeir sem þegar hafa tilkynnt sig út af, mættu hætta. Og jafnt af báðum kynjum. Svo er að vona að betri liðsmenn komi inn á.
Ég söng fyrir verslunarstjórann
Það var ekki komið í tísku að syngja út sælgæti þegar ég var drengur. Þá kepptumst ungmenni eingöngu við að hengja poka aftan á náaungann. Það var oft talsvert spennandi. Síðar komst sá siður á að fara um í flokkum og syngja í verslunum og fyrirtækjum og fá sælgæti í verðlaun.
Vinstri grænir, kirkjan og Framsóknarflokkurinn
Vinstri grænir mega ekki fara í kirkju, segja Smuguhöfundar. Þá vitum það. Nóg var nú fyrir samt. Og Framsónarflokkurinn? Menn héldu um tíma að hann ætlaði að endurnýja sig. Það var óskynsamleg bjartsýni.
Segðu mömmu…
Fordómar í hausnum á mér hafa oft valdið því að nafn á sumum nýjum bókum hafa fælt mig frá þeim. Hluti af þeirri firru helgast af því að þessi árin ráða gamlir menn ekki við að kaupa nema sárafáar af þeim bókum sem þeir áður hefðu stokkið á á útgáfudegi. En segja nú eins og þekktur refur; „Þau eru súr.“
Með visnaða hönd úr kjörklefanum
Dagar sveitasælu að baki. Í fyrradag var ekki hægt að greina gilið í Sámsstaðamúlanum. Hvítur snjórinn huldi kletta og drög. Í gær var snjórinn horfinn. Snjólínan ofar gilinu. Hrafnarnir sáust ekki. Það er óvenjulegt. Smyrill sat nokkra stund á mæninum hjá nágranna.