Leikskólastjóri skrifar

„Fyr­ir rúm­ar 30.000 kr. á dag á ég að sjá 100 manns fyr­ir morg­un­mat, ávaxta­stund, há­deg­is­verði og síðdeg­is­hress­ingu. Bara fisk­ur­inn kost­ar t.d. um 24.000 og þá er allt annað eft­ir.“

Þegar ég las þetta kom í huga minn atvik úr verktakavinnu um árið. Unnið var við nýjan Suðurlandsveg við Rauðavatn, SV 1.

Vanur gröfumaður vann þar á Broyt x2 við mokstur. Verkstjóri stóð hjá og benti gröfumanninum hvernig hann ætti að gera en verkefnið var flókið. Ágreiningur var um aðferð. Þegar verkstjórinn lét sig ekki kom þar að gröfumaðurinn steig út úr gröfunni og sagði við verkstjórann: „Sýndu mér hvernig á að gera þetta.“

Þá brá svo við að verkstjórinn lét sig hverfa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.