Á heimleið vestan af Seltjarnarnesi um tvöleytið í dag, – hvar við höfðum kvatt ung ættmenni sem flytja búferlum til Svíþjóðar með Norrænu í næstu viku, – akandi frá Hirtshals – og ókum Hringbraut, Ásta við stýrið, tók ég eftir manni á gangstéttinni. Hann var klæddur vinnugalla, óhreinum vinnugalla og með litla hliðartösku, svona kaffibrúsa og bitatösku.