Líf mitt einfaldast nokkuð hratt þessi árin. Fer sjaldnar og sjaldnar á mannamót. Kannski er fælni um að kenna. Oftar þá verðlagningu aðgöngumiða. Enda er ég eldri borgari og illa liðinn af stjórnvöldum.
Þrátt fyrir einföldunina kemst ég ekki hjá því að mæta hjá læknum. Í kerfisbundnar skoðanir. Og þar hitti ég stundum fólk. Ein slík heimsókn til læknis var í morgun kl. 10:20.
Mjótt er hliðið
Mjög er í tísku um þessar mundir að dæma speki Guðs úrelta.
Fólk ber sér á brjóst og hrópar á fjöllum, Guð er dauður.
Þannig hefur það verið gegnum aldirnar.