Maður heyrir smellina. Þeir skjótast um. Inn í runna. Upp á þak. Setjast á trjátoppa. Trjágreinar. Sex fugla þrastafjölskylda. Erluhjón með sína fjóira. Þúfutitlingar geysast um loftin. Í flokkum. Leika listir. Þjóta upp. Ofar, ofar. Elta tempó félaganna. Það er allegro og kresendó í tilverunni. Endurtekningar. Fúgur.
Maður horfir. Eltir þá með augunum. Gleðst yfir nærveru þeirra. Sátt þeirra við mannabústaðinn. Hlaupa um sólpallinn. Setjast á grindverkin. Lita þau með bláu. Þjóta um. Skjótast milli buska. Hlaupa eftir húsmæni. Loftið er fullt af smávinum. Hreyfingu.
Allt í einu. Eins og þegar slökkt er á slökkvara. Hverfa allir. Allir sem einn. Engin hljóð. Engir smellir. Dauðaþögn. Óhugnanleg þögn. Áþreifanleg kyrrð.
Smyrill í lágflugi fór yfir og skannaði svæðið.
Við sluppum öll.