Hið óendanlega

Það voru samt greinar um Derrida, látinn, sem áttu hug minn í gær. Lesbók Moggans gerði honum ágæt skil um helgina þar sem ekki færri en átta greinar, eða pistlar, eru birtir um hann. Nú er það ekki svo að ég hafi mikið vit á Derrida. Ekki fremur en öðrum frægum mönnum sem kenndir eru við heimsspeki. Get og þess vegna tekið undir með blaðamanninum sem vitnaði um för sína á fyrirlestur hjá meistaranum og kvaðst hafa skilið minnst af því sem hann sagði.

Lesa áfram„Hið óendanlega“