Forseti okkar allra

Alþingi kom saman í gær. Ekki fór það fram hjá neinum. Fjölmiðlafólk drekkur í sig orð og athafnir alþingismannanna. Og blæs upp. Og út. Þingfréttir fá alltof langan tíma og fréttatímar verða afspyrnu leiðinlegir. Það væri ekki úr vegi að útvarp og sjónvörp hefðu sérstakan tíma fyrir þingfréttir. Til dæmis eins og gert er með veðurfréttir. Eða dánartilkynningar.

Lesa áfram„Forseti okkar allra“