Mask

Kona nokkur missti rauða ávaxtaskál á gólfið og brotnaði hún í mask. Sópaði konan brotunum saman og henti þeim í ruslakörfuna. Klukkustund síðar kom hún að dóttur sinni, lítilli, þar sem hún sat og raðaði brotunum og límdi þau á pappaspjald. Síðan tók hún grænan lit og teiknaði allskyns stilka og lauf á milli þeirra brotanna og myndaði þannig hinn fallegasta blómavönd. Þegar konan sá hvað dóttirin hafði gert úr brotunum talaði það til hennar. Hún hafði eingöngu séð ónýtt rusl en dóttir hennar fjársjóð.

Á svipaðan hátt hefur Guð svo oft safnað brotinni sál úr ruslakörfum heimsins og gert úr þeim hinar nýtustu manneskjur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.