Þegar við bróðir minn, blessuð sé minning hans, vorum litlir drengir, þá eignuðumst við myndavél. Þetta var kassamyndavél, 6 x 20, með tveimur stillingum. Sól og skýjað. Við tókum ekki margar myndir því við urðum að kaupa filmurnar sjálfir og borga framköllun. Vorum auðvitað alltaf blankir eins og sönnum smástrákum á Holtinu sæmdi.