…ég hef sussað á sál mína

Davíð, sálmaskáld Biblíunnar, mátti sjá tímana tvenna. Já og þrenna, ef ekki miklu fleirri. Vegferð hans lá upp á við og niður á við, til skiptis, eins og gengur hjá flestu fólki. Stundum var hann í hávegum hafður, í önnur skipti hundeltur. Þá átti hann sín siðaumvöndurnartímabil og einnig syndafalla. Og í slíkum umhleypingum andans skiptast á tímar stórlætis, drambs og sjálfsánægju á móti tímum iðrunar og auðmýktar. En þannig er nú einu sinni líf mannanna.

Eitt af því sem gerir Heilaga ritningu svo yndislega er þegar henni tekst best upp við að útskýra vandamál manna og benda á leið til að leysa þau. Og af því að flest huglæg vandamál fólks eru af líkum rótum, þá gildir í mörgum tilfellum sama meðferð við þeim í nútímanum og gerði á fornum tímum. Og þar sem öxullmarkmið Biblíunnar er kærleikur verður hún sígild og hæf, í hverri kynslóð, til að leiðbeina fólki út úr vanda og létta því lífið.

Í Davíðssálmi 131 má heyra af manni sem hefur lægt sjálfan sig. Ástand hans gæti hafa verið líkt og faríseans í dæmisögu Jesú í Lúkasi 18. Það er eins og höfundurinn segi: Ég hef vikið frá drambi og hroka og sefað sál sína. Hann líkir því við þegar barn róast við móðurbrjóst. Og spurning hlýtur að vakna: Hvernig fór hann að því?

Í nútímanum heyrum við af fyrirtækjum sem brugga allskyns „töfralyf” sem eiga að leysa hinn ýmsu vandamál manna. Það er meira að segja talað um að fyrsta skref í góðri markaðssetningu lyfja sé að telja fólki trú um að þessi eða hin veikindin hrjái það og nú sé komið lyf sem allir verði að kaupa. Kaupa. Kaupa. Markmiðið er í raun aukin arðsemi fjármagns.

Sjá, ég hef sussað á sál mína. Þaggað niður í tilhneigingu stórlætis og hroka sem í mér býr. Eins og barn vanið af brjósti hættir að grenja á brjóstið til að fá fullnægingu þar, hættir sálmaskáldið að láta eftir girnd stórlætisins til að fullnægja sjálfselsku og oflæti. En hvernig fór hann að því?. Vitur maður hefur sagt að auðveldara sé að temja ljón en að lækna stórlátan anda.

Því dýpra sem vandinn liggur því líklegri er hann til að taka sig upp og engin róandi lyf lækna stórlæti. Stórlæti. Þrá manna til að vera öðrum mönnum meiri. „Vík frá mér. Ég er heilagri en þú.” Og hrokinn birtist allstaðar. Til er menntahroki, þjóðernishroki, stéttahroki og margar gerðir trúarhroka, þar sem fólk er upplifði dýrmætar trúarreynslur sem hefðu átt að leiða til auðmýktar gagnvart náunganum, lítur þess í stað allt of stórt á sjálft sig og í framhaldi niður á flesta aðra. Og nýtur þess. „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn.”

„Hégómagirnd er svo fastgrópuð í hjarta mannanna að hermaður, þjónn hermanns, kokkur og dyravörður stæra sig og raupa til eignast aðdáendur. Jafnvel heimspekingar óska sér þeirra. Þeir sem skrifað hafa á móti því vilja fá aðdáun fyrir að hafa skrifað vel, og þeir sem lesa það girnast lof fyrir að hafa lesið það… Við erum svo hégómleg að virðing fimm eða sex nágranna veitir okkur unað og ánægju.” (Pascal. Thougths).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.