Vikusálin mín I

Morguninn varð öðruvísi. Það er af því að „ég er ofurseldur tvennskonar lunderni sem skiptist reglulega á […].“ Það hófst við horngluggann. Ég fjasaði um aðhald og nauðsynlegan sparnað í fjármálum. Það endaði með því að Ásta stóð upp og tók til við annað. Þessu lendir maður í. Ég lagaði þá tvöfaldan skammt af karríblöndunni minni. Nota eigin uppskrift. Hef lítinn hvítlauk.

Lesa áfram„Vikusálin mín I“

Ánægjuleg andlátsfregn

Sú fregn barst á öldum ljósvakans í kvöld að Dagblaðið hafi látist í dag. Það óvenjulega við þetta andlát er að margir munu fagna því. Eftir frumskoðun má segja að blaðið hafi fallið fyrir eigin hendi. Sannast og hið fornkveðna að sá sem grefur öðrum gröf hann gæti þess að detta ekki ofan í hana sjálfur. Með öðrum orðum: „Sér grefur gröf þótt grafi.“

Maraþon í London og grænt belti í karate

Teljarinn á heimasíðunni gafst upp í vikunni. Það olli mér ýmsum verkjum. Til dæmis millirifjagigt og snert af einmanakennd. Brynjólfur, sem annast hefur um tækniatriði síðunnar fyrir mig, gerir afar lítið úr svona talningum á flettingum á heimasíðum. Ég geri ekki lítið úr þeim. Þær eru mér félagsskapur. Eiginlega nærist ég á því að sjá að fólk heimsækir síðuna og les léttvægt hjalið á henni. Brynjólfur setti upp nýjan teljara í gær og talning á öllum pistlum byrjar á núlli. Gamlir og nýir.

Lesa áfram„Maraþon í London og grænt belti í karate“

Ofsagróði með feitu letri

Fjölmiðlarnir fræða okkur um það, og nota um það orðalag eins og þeir eigi þátt í því, að bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hagnist meira í ár en á sama tíma í fyrra. Í fyrra högnuðust þeir meira en árið áður og það ár meira en árið þar áður og þar áður og þar áður. Við lestur þessara fregna af gróða verða til svo skrítnar spurningar í huga einfeldninga, svo eins og þessi: Af hverju þurfa þeir þá að hækka vexti á almenningi?

Lesa áfram„Ofsagróði með feitu letri“

Tuttugu grömm með vængi

Því lauk í gær. Tíu daga fríi Ástu og dvöl okkar í litla kofanum uppi í Borgarfirði. Vestra. Hann er okkar svæði. Og norðanáttin sá okkur fyrir skjóli á pallinum. „Ég vil hafa rok,“ er haft eftir bónda einum í Hvítársíðu á miðri síðustu öld, þegar ferðamaður spurði hann með vandlætingu hvort það væri alltaf þetta andstyggðar norðanbál í Króknum. „Ég vil hafa rok.“

Lesa áfram„Tuttugu grömm með vængi“

Stjórnarandstaðan

Hún talar eingöngu um hvað hinir geri allt á rangan veg. Hvað þeir hafi á fáu vit og farist öll verk illa úr hendi. Þessu hamrar hún á vikum og mánuðum saman rétt eins og hún viti allt betur og gæti gert allt betur. Af miklu afli hamast hún við það eitt að benda á hina og manni býður í grun að hún vilji forðast að vekja athygli á eigin markmiðum, sem eru að líkindum harla lítils virði. Nema þau séu þau sömu og hinna.

Lesa áfram„Stjórnarandstaðan“

Við annan mann

Hann gekk í veg fyrir mig um liðna helgi. Var fremur þungbúinn á svip. Það fékk mig til að hika við. Sjaldnast vissi ég hverju ég mátti eiga von á þegar hann birtist svona skyndilega og tók að horfa á mig. Þungbrýnn. Eins og hann ætti við mig erindi. Ósjálfrátt fór ég að leita í huganum hvort ég hefði gert honum eitthvað. Eða skuldaði honum. Eða hefði ekki staðið við eitthvað sem ég hefði lofað.

Lesa áfram„Við annan mann“

Margt býr í þoku dagsins

Það fer ekki hjá því að mönnum, fólki, finnist komið vor í loftið. Hún er svo undraverð mildin í veðrinu. Í góulok. Og næstum er eins og vonin um betri tíð og blóm í haga heyri ímynduð hljóð mófugla seigja bí og langdregið dirrindí, þegar horft er út í þokuna sem liggur yfir. Þetta kom upp í hugann í morgun við Horngluggann sem og tvær línur úr bókinni Syndirnar sjö:
– Uuno, ertu hrifinn af smáfulgum?
– Það fer eftir sósunni.

Lesa áfram„Margt býr í þoku dagsins“

Ótrúlegir alþingismenn

Á meðan lotan um vatnalögin stóð yfir á alþingi kom orðið sirkus aftur og aftur upp í hugann. Íslensk orðabók skýrir orðið sirkus með; fjölleikahús. Þegar flett er upp á fjölleikum segir orðabókin; ýmiskonar skemmtiatriði ætluð til sýningar, loftfimleikar, töfrabrögð, tamin dýr látin sýna listir sínar.

Lesa áfram„Ótrúlegir alþingismenn“

Gramur í bókabúð

Ein af hinum notalegri endurminningum er um heimsóknir í bókabúðir. Tók að ástunda þær sem unglingur og urðu þær fastur liður í lífsmunstrinu. Minnist Bókabúðar Snæbjarnar í Hafnarstræti. Bókaforlagsins Norðra í sömu götu og bókabúðar Braga Brynjólfssonar á horninu austast við hliðina á Veiðimanninum. Einnig voru bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og Mál og menning fastir viðkomustaðir. Og ekki má gleyma Helgafelli á Veghúsastíg.

Lesa áfram„Gramur í bókabúð“