Nærmynd

Fyrir þremur árum kom ég við í ljósmyndastofunni Nærmynd, Laugavegi 178. Mig vantaði mynd í endurnýjun ökuskírteinis. Mætti einstakri lipurð. Hóf að ræða ljósmyndun og vélar við manninn, Guðmund, sem rekur fyrirtækið. Hann vildi allt fyrir mig gera og upplýsa mig af einstöku örlæti. Ég var kominn með stafræna myndavél á heilann þegar þetta var. Hann sagðist reyndar vera Nikon maður og lagði sig samt fram um að fá mig til að skipta frá Canon, sem ég hafði átt í mörg ár. Það olli mér talsverðum átökum.

Lesa áfram„Nærmynd“

Kominn í eldhúsið

Þá er nú þetta eiginlega sumarleyfistímabil á enda. Vorum í Litlatré í þrjátíu og fimm daga plús. Grilluðum flesta dagana. Kjúklinga í bitum, kjúkling á teini, kjúkling svona og kjúkling hinsegin. Ekki þar með sagt að kjúklingar séu hinsegin. Sei, sei, nei. Og alveg lostasamlegt að koma heim í eldhúsið sitt aftur. Svei mér þá. Og finna ástríðurnar ærast. Bókstaflega.

Lesa áfram„Kominn í eldhúsið“

Þegar spörfugl fellur

Afar ánægjulegu þrjátíu og fimm daga tímabili lauk í gær þegar sumarleyfi frúarinnar endaði og við ókum til „byggða“. Það var með talsverðum söknuði og litlum orðaskiptum á leiðinni, þótt úrhellisregn og mest við komuna inn í borgina væri nokkur huggun. Hugurinn dvelur svo við það í dag að komast að niðurstöðu um hvort hann eigi að vera þakklátur fyrir hamingjudagana í sveitinni eða ósáttur við að hafa þurft að yfirgefa hana!

Lesa áfram„Þegar spörfugl fellur“

Rigning í grennd

Það er laugardagsmorgun, norðan 1-3 m/s, rigning í grennd, hiti + 11°C, raki 87%, loftþrýstingur 996.9 m/b. Við hóuðum lambám burt af nærliggjandi akri. Árla. Þær sækja þangað stíft og horfa áleitnum augum á laufið á víði og ösp innan við girðingar. Annars er afar kyrrt yfir sveitinni. Bændur fara sér hægt og bíða eftir þurrki.

Lesa áfram„Rigning í grennd“

Orð og Glíman

Allt í einu átta ég mig á því að nafnorðið pistill hefur getið af sér sögnina að „pistla“. Stend ég mig að því að tala um að „pistla“ þegar ég reyni að raða saman fáeinum málsgreinum til að setja á heimasíðuna.

Lesa áfram„Orð og Glíman“

Vinátta ruslakistunnar

Sunnudagur 16.07.06. VSV 2-5 m/s. Alskýjað. Hiti + 8°C. Loftþr. 1011.9 m/b, hækkandi. Blautir dagar að baki? Vonandi. Þeir síðustu hafa verið svo ljómandi vatns- og vindríkir. Hér um slóðir að minnsta kosti. Bækur hafa því fengið meira vægi en á sólardögum. Ásta les Barndóm og heyrist kumra af ánægju.

Lesa áfram„Vinátta ruslakistunnar“

Blátönn á bökkum Hvítár

Þetta er tilraunasending. Við erum hjónakornin stödd í Litlatré á bökkum Hvítár. Erum að vígja þráðlaust samband um farsímann okkar og blátannartengingu. Það hefur ekki gengið átakalaust að samhæfa apparötin, blátönn og nokia símann. Hafa nokkrir leikmenn í tölvufræðum gert tilraunir til að koma sambandinu á án árangurs. Loks var leitað til fagfólks. Það brosti góðlátlega, kom sambandinu á án átaka og útbjó reikninginn brosandi.

Lesa áfram„Blátönn á bökkum Hvítár“

Tvennt sem vert er að nefna

Í samtölum við fréttamenn um eiturslysið á Eskifirði varð fyrir svörum, meðal annarra, Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögreglumaður. Sjaldan eða aldrei hefur fréttamönnum verið svarað á jafn glæsilegri íslensku og þessi kona gerði. Fágað og hiklaust mál einkenndu tal hennar, svo vandað og myndugt að aðdáun vekur. Ekki er hægt annað en að lýsa hrifningu.

Lesa áfram„Tvennt sem vert er að nefna“

Svo allt í einu, þessi elska

Við höfðum kviðið því í allt vor að hún mundi alls ekki birtast eftir þessa langvinnu stríðu kulda og þurrka og vorum eiginlega orðin úrkula vonar. Það setti að okkur hryggð yfir mögulegum örlögum þessarar smávöxnu elsku sem hafði glatt okkar undanfarin sumur með hreiðurgerð undir þakskegginu á Litlatré og snilldar töktum í loftfimleikum.

Lesa áfram„Svo allt í einu, þessi elska“